Samfélagsmiðlar

„Fæðingarborg Bandaríkjanna“ er nú í alfaraleið

Þrátt fyrir merka fortíð þá fer það ekki framhjá manni að Philadelphia er í fullu fjöri og í óða önn búa sig undir framtíð með betri og fjölbreyttari byggð, öflugum almenningssamgöngum, fjölbreytt og meiri menningu. Borgarbúar halda þó áfram að hlúa að sögunni og munu seint gleyma Rocky.

Á meðan Washington borg var að gera sig klára í að taka við hlutverki sínu sem höfuðborg Bandaríkjanna þá fór Philadelphia með rulluna. Þarna í lok átjándu aldar var borgin líka sú fjölmennsta vestanhafs og alls enginn nýgræðingur í að hýsa helstu stofnanir þessa unga lýðveldis. Þar höfðu hinir svokölluðu „Feður Bandaríkjanna” setið og skráð sjálfstæðisyfirlýsingu landsins og stjórnarskráin var einnig fest á blað í borginni. Það má því segja að Philadelphia sé sögusviðið í fyrstu köflunum í sögu Bandaríkjanna og það er því ekki að undra að skólahópar og aðrir fróðleiksfúsir ferðamenn séu þar áberandi. Sérstaklega í gamla bænum við minjar eins og Frelsisklukkuna (Liberty Bell) og þingsalina í Independence Hall, þar sem fyrstu ráðamenn landsins funduðu.

Hin forna frægð er þó alls ekki eina aðdráttarafl Philadelphia og til marks um það þá toppaði hún nýverið lista Lonely Planet yfir áhugaverðustu áfangastaðina í Bandaríkjunum. Vissulega vegur þar þungt sess hennar sem fyrsta höfuðborg landsins en endurreisn gamalla hverfa eins og Fishtown og Passyunk hefur einnig gert henni gott. Ekki eingöngu vegna þess að þar hefur ungt fólk getað komið sér upp heimilum heldur mun matarmenning borgarinnar hafa tekið miklum framförum þegar það teygðist á miðborginni og tómatpasta og Philadelphia steikarsamlokur einoka  ekki lengur matseðlana. Menningarlífið í Philadelphia er líka orðið fjölbreyttara en það hefur lengi byggt á góðum grunni með eina fremstu sinfóníuhljómsveit landsins og stór söfn eins og Rodin, Philadelphia Museum of Art og Barnes foundation. Og ekki má gleyma söfnum eins og  Benjamin Franklin Museum eitt af skyldustoppunum í borginni fyrir þá sem vilja fá ekki nóg af sögunni.

Og talandi um skyldustopp og söfn í Philadelpia. Það er nefnilega óhætt að fullyrða að stór hluti allra þeirra sem borgina sækja heim taki á rás upp þrepin 72 sem liggja upp að hinu glæsilega Philadelphia Museum of Art. Ástæðan fyrir hamaganginum er þó ekki þau 240 þúsund verk sem þar eru til sýnis heldur vilja margir feta í fótspor boxarns Rocky Balboa sem nýtti tröppurnar til koma sér í form í fyrstu Rocky myndinni (sjá myndbrot hér fyrir neðan). Senan þar sem þessi persóna Silvester Stallone hleypur upp tröppurnar og hoppar svo í hringi með hendurnar upp í loft er löngu orðin ódauðleg og Rocky-þrepin, svokölluðu, og bronsstyttan af kappanum sem þar stendur hafa ekki mikið minna aðdráttarafl fyrir ferðamenn í Philadelphia en sjálf Liberty Bell.

Icelandair flýgur til Philadelphia frá vori og fram á haust.
Túristi heimsótti borgina með aðstoð Icelandair og ferðamálaráðs Philadelphia.

Myndir frá Philadelphia

Senan fræga úr Rocky

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …