Samfélagsmiðlar

Tímaspursmál hvenær flugfélag myndi átta sig á tækifærinu í Cleveland

Bæði Icelandair og WOW air ætla að hefja flug til bandarísku borgarinnar Cleveland á næsta ári. Forsvarsmenn flugmála í borginni fullyrða að með komu íslensku félaganna verði það ódýrara fyrir íbúa Cleveland að ferðast sér til Evrópu.

Í síðustu viku tilkynntu bæði Icelandair og WOW air að næsta vor myndi bandaríska borgin Cleveland bætast við leiðakerfi félaganna. Þar með er ljóst að íslensku félögin munu keppa við hvort annað um farþega í flugi til og frá fimm bandarískum borgum, þ.e. New York, Boston, Washington, Chicago og svo Cleveland. Til þeirra fjögurra fyrrnefndu er mikið framboð á flugi í allar áttir á meðan samgöngurnar frá Hopkins flugvellinum í Cleveland takmarkast næstum við innanlandsflug. Þaðan hefur til að mynda ekki verið flogið til Evrópu síðan árið 2009 og verða Icelandair og WOW air þar með einu evrópsku flugfélögin í Cleveland.
Það var hins vegar bara tímaspursmál að eitthvað flugfélag myndi átta sig á möguleikunum í borginni segja þeir Daniel Williams, talsmaður borgaryfirvalda, og Todd Payne, hjá Cleveland flugvelli, í samtali við Túrista. Benda þeir á að í fyrra hafi 108 þúsund farþegar flogið frá Cleveland til Evrópu og Miðausturlanda eftir að hafa millilent annars staðar í Bandaríkjunum á leiðinni yfir hafið. Ástæðan fyrir þessari miklu eftirspurn eftir Evrópuflugi er sú, að mati Williams og Payne, að íbúar borgarinnar eiga rætur að rekja til margra landa í Evrópu og eins er meðalaldur borgarbúa lágur.

Rússibanar, rokk, körfubolti og klassík

Með tilkomu íslensku flugfélaganna í Cleveland eru þeir Williams og Payne sannfærðir um að það verði mun ódýrara fyrir borgarbúa að ferðast til Evrópu. Á sama hátt vonast þeir eftir að Íslendingar og fleiri fjölmenni til borgarinnar jafnvel þó hún sé í hugum margra óskrifað blað. Aðalaðdráttaraflið er vissulega körfuboltalið borgarinnar sem LeBron James, helsta stjarna NBA deildarinnar, leikur með, frægðarhöll rokksins (Rock´n´Roll Hall of Fame) og svo er sinfóníuhljómsveit borgarinnar talin ein af þeim fimm bestu í Bandaríkjunum. Williams nefnir einnig að aðgangur að öllum söfnum Cleveland er frír og eins mun næturlíf borgarinnar vera rómað. Heilbrigðisþjónustan hefur líka notið hylli meðal olíufursta og ríkra einstaklinga í Miðausturlöndunum og í útjaðrinu eru rússibanarnir sem gætu lokkað til sín fífldjarfa ferðamenn alls staðar að úr heiminum.

WOW veðjar á svæðið

Cleveland er ekki eini nýi áfangastaður WOW í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Félagið ætlar nefnilega jafnframt að hefja flug til St. Louis, Cincinatti og Detroit en eins og sjá má á kortinu hér fyrir neðan liggja borgirnar nokkuð nærri hvorri annarri og skammt frá eru líka Chicago og Pittsburg sem bættust við leiðakerfi WOW fyrr á þessu ári. Til þeirrar fyrrnefndu flýgur Icelandair einnig.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …