WOW air flýgur til Dallas

Í lok maí hefur áætlunarflug til Dallas í Bandaríkjunum og verður þar með eina norræna flugfélagið á fjórðu fjölförnustu flughöfn Bandaríkjanna.

„Í kjölfar mikillar velgengi vestanhafs bætum við Dallas við ört stækkandi leiðarkerfi okkar. Það er frábært að geta boðið enn fleirum upp á þann valkost að fljúga ódýrt yfir hafið og ég veit að Dallas er staður sem mun falla vel í kramið hjá Íslendingum enda var Ewing fjölskyldan tíður gestur á heimilum margra hér á árum áður,“ segir Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, í tilkynningu þar sem þrettánda flugleið félagsins til Bandaríkjanna var kynnt. Dallas bætist þar með í hóp með bandarísku borgunum St. Louis, Cleveland, Cincinnati og Detroit sem einnig bætast við leiðakerfi íslenska lággjaldaflugfélagsins á næsta ári.

Dallas tilheyrir Texas ríki og er þriðja stærsta borg ríkisins og flugvöllur borginnar er sá fjórði fjölfarnasti í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir stærð sína þá bjóða ekki mörg evrópsk flugfélög upp á áætlunarferðir til Dallas/Fort Worth flugvallar og verður WOW air til að mynda eina norræna flugfélagið þar í borg.