15 bestu hótelin í Norður-Evrópu

4 skandinavísk hótel komast á listann en ekkert íslenskt.

Mynd: Bill Anastas/Unsplash

Árlega efnir bandaríska ferðatímarítið Conde Nast Traveler til könnunar þar sem lesendur eru beðnir um að leggja mat sitt á hitt og þetta sem viðkemur ferðalögum fólks út í heim. Og þegar kemur að hótelum í okkar hluta Evrópu þá voru það þessi fimmtán sem fengu hæstu einkunn. Því miður er ekkert íslenskt hótel á listanum en þar eru hins vegar tvö í Kaupmannahöfn og Stokkhólmur og Ósló eiga þar líka fulltrúa.

 1. Fairmont Hotel Vier Jahrezeiten í Hamborg
 2. The Thief í Ósló
 3. Hotel Amigo í Brussel
 4. Hotel Duke´s Palace í Bruges
 5. nhow í Rotterdam
 6. The Charles Hotel í Munchen
 7. Grand Hyatt í Berlín
 8. Hotel Adlon Kempinski í Berlín
 9. Hotel Vier Jahrezeiten Kempinski í Munchen
 10. Hotel d´Angleterre í Kaupmannahöfn
 11. Platzi Hotel í Muncehn
 12. nhow í Berlín
 13. The Ritz-Carlton í Berlín
 14. Radisson Blu Royal Hotel í Kaupmannahöfn
 15. Grand Hôtel í Stokkhólmi