Samfélagsmiðlar

Leggja tímabundin flugvöll fyrir HM

Það eru þónokkrar líkur á að íslenska karlalandsliðið í leiki í borginni Saransk í Mordóvíu en þar keppast heimamenn við að koma upp flugvelli áður en heimsmeistaramótið hefst í júní.

Það bendir margt til þess að íslenska landsliðið verði í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir HM í Rússlandi. Ef það gengur eftir þá eru líkurnar 2 á móti 7 að strákarnir spili sinn fyrsta leik í borginni Saransk í Mordóvíu. Annað hvort á sjálfan þjóðhátíðardaginn eða á kvenréttindadeginum þann 19. júní. Ef G-riðill verður hlutskipti liðsins þá bíður þess leikur í Saransk þann 28. júní og heildarlíkurnar á íslenskum leik í borginni er því töluverður. Aðeins þrjár aðrar borgir eru jafn líklegar til að fá íslenska heimsókn í riðlakeppninni og það eru Sankti Pétursborg, Ekaterinburg og Nizní Novgorod.

Saransk er hins vegar fámennust þeirra borga sem hýsa HM í sumar og jafnframt sú eina sem er ekki með nothæfan flugvöll. Því á hins vegar að kippa í liðinn fyrir sumarið og nú er unnið hörðum höndum að því að koma upp flugbraut og flugstöð við borgina svo hægt sé að taka á móti keppendum og áhangendum þeirra í sumar eins og farið er yfir í frétt ATP (sjá myndband). Þar kemur líka fram að íbúar þessarar 300 þúsund manna borgar eru mjög áhugasamir um að taka að sér sjálfboðaliðastörf í tengslum við heimsmeistaramótið í sumar. En reynsla sumra þeirra af því að taka á móti útlendingum er þó takmörkuð eins og fram kemur.

Ef til þess kemur að Ísland spili í Saransk og að boðið verður upp á flug þangað frá Íslandi þá mun taka um 5 tíma að fljúga frá Keflavíkurflugvelli. Hins vegar tekur um 8 til 9 tíma að fara með lest þá 650 kílómetra sem skilja að Saransk og Moskvu.

Hér má svo sjá kynningarmyndband frá FIFA fyrir Saransk

Nýtt efni

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …