Farþegaflug milli New York og Sjanghæ á hálftíma

Með því að nota geimskutlur má fljúga fólki á milli fjarlægra landa á stuttum tíma eins og hér er sýnt.

Mynd: Nasa

Elon Musk, stofnandi SpaceX, ætlar sér ekki aðeins að fljúga almenningi út í geim því hann vill líka nýta tæknina til að bjóða upp á langflug milli tveggja borga sem tæki aðeins brot af þeim tíma sem það tekur í dag. Að sögn Musk er lykillinn að þessu sá að farþegaflaugin verður að fara út fyrir gufuhvolfið á leið sinni milli staða eins og sýnt er í þessu myndbandi frá Guardian.