Meirihluti Berlínarbúar vill halda í Tegel

Ef upphafleg plön borgaryfirvalda í Berlín hefðu gengið eftir þá hefði Tegel flugvellinum í vesturhluta borgarinnar verið lokað fyrir nokkrum árum síðan. Núna er hins vegar útlit fyrir að hann verði opin áfram um ókomna framtíð. Og það gæti orðið til þess að Icelandair haldi tryggð við Tegel jafnvel eftir að hinn nýja Brandenburg flugstöð verður opnuð.

Mynd: BER Airports

Samhliða þingkosningunum í Þýskalandi í síðasta mánuði fór fram atkvæðagreiðsla meðal íbúa Berlínar um framtíð Tegelflugvallar. Örlög þessarar flughafnar í norðvesturhluta borgarinnar voru reyndar löngu ráðin því alltaf stóð til að loka henni um leið og Brandenburg flugstöðin, í austurhluta höfuðborgarinnar, yrði tekin í notkun. Vígslu nýju flugstöðvarinnar hefur hins vegar margoft verið frestað en upphaflega átti hún að fara fram í sumarbyrjun 2012 og ennþá er óljóst hvenær smiðshöggið verður loks rekið á hana. Þessi mikla óvissa hefur orðið til þess að fjölgað hefur í stuðningshópi þeirra sem vilja halda Tegel opnum og því kusu Berlínarbúar um framtíð flugvallarins á sama tíma og þeir kusu til þings. Niðurstaðan varð sú að 56,1% borgarbúa greiddu atkvæði með áframhaldandi notkun veru Tegel. Það eru þó yfirvöld sem hafa síðasta orðið og hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýst því yfir að hún telji að loka eigi Tegel um leið og Brandenburg flugstöðin er klár. Samgönguráðherra landsins segist hins vegar vera fylgjandi því að höfuðbogin hafi úr tveimur flugvöllum að spila samkvæmt frétt The Local.

Berlín hefur verið hluti að leiðakerfi WOW air allt frá því að félagið hóf starfsemi og lenda þotur félagsins daglega á Schönefeld flugvelli þar í borg en Brandenburg flugstöðin stendur einmitt við sömu flugbrautir. Tegelflugvöllur verður hins vegar heimahöfn Icelandair í Berlín en félagið hefur áætlunarflug þangað í byrjun nóvember. En mun Icelandair jafnvel halda sig við Tegel eftir að Brandenburg flugvöllur verður tekinn í notkun? „Tegelflugvöllurinn er mjög vel staðsettur miðsvæðis í borginni og hentar vel fyrir þá farþega sem eiga leið í til og frá miðhluta Berlínar – sem eru flestir okkar farþega. Það er því allt eins líklegt að við munum halda okkur við Tegel til framtíðar þó svo slíkt sé skoðað reglulega,“ segir í svari Guðjón Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair.