Samfélagsmiðlar

Meirihluti Berlínarbúar vill halda í Tegel

Ef upphafleg plön borgaryfirvalda í Berlín hefðu gengið eftir þá hefði Tegel flugvellinum í vesturhluta borgarinnar verið lokað fyrir nokkrum árum síðan. Núna er hins vegar útlit fyrir að hann verði opin áfram um ókomna framtíð. Og það gæti orðið til þess að Icelandair haldi tryggð við Tegel jafnvel eftir að hinn nýja Brandenburg flugstöð verður opnuð.

Samhliða þingkosningunum í Þýskalandi í síðasta mánuði fór fram atkvæðagreiðsla meðal íbúa Berlínar um framtíð Tegelflugvallar. Örlög þessarar flughafnar í norðvesturhluta borgarinnar voru reyndar löngu ráðin því alltaf stóð til að loka henni um leið og Brandenburg flugstöðin, í austurhluta höfuðborgarinnar, yrði tekin í notkun. Vígslu nýju flugstöðvarinnar hefur hins vegar margoft verið frestað en upphaflega átti hún að fara fram í sumarbyrjun 2012 og ennþá er óljóst hvenær smiðshöggið verður loks rekið á hana. Þessi mikla óvissa hefur orðið til þess að fjölgað hefur í stuðningshópi þeirra sem vilja halda Tegel opnum og því kusu Berlínarbúar um framtíð flugvallarins á sama tíma og þeir kusu til þings. Niðurstaðan varð sú að 56,1% borgarbúa greiddu atkvæði með áframhaldandi notkun veru Tegel. Það eru þó yfirvöld sem hafa síðasta orðið og hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýst því yfir að hún telji að loka eigi Tegel um leið og Brandenburg flugstöðin er klár. Samgönguráðherra landsins segist hins vegar vera fylgjandi því að höfuðbogin hafi úr tveimur flugvöllum að spila samkvæmt frétt The Local.

Berlín hefur verið hluti að leiðakerfi WOW air allt frá því að félagið hóf starfsemi og lenda þotur félagsins daglega á Schönefeld flugvelli þar í borg en Brandenburg flugstöðin stendur einmitt við sömu flugbrautir. Tegelflugvöllur verður hins vegar heimahöfn Icelandair í Berlín en félagið hefur áætlunarflug þangað í byrjun nóvember. En mun Icelandair jafnvel halda sig við Tegel eftir að Brandenburg flugvöllur verður tekinn í notkun? „Tegelflugvöllurinn er mjög vel staðsettur miðsvæðis í borginni og hentar vel fyrir þá farþega sem eiga leið í til og frá miðhluta Berlínar – sem eru flestir okkar farþega. Það er því allt eins líklegt að við munum halda okkur við Tegel til framtíðar þó svo slíkt sé skoðað reglulega,“ segir í svari Guðjón Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair.

 

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …