Nýtt ferðamet í september

57.175 íslenskir farþegar flugu frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði og hafa þeir ekki áður verið jafn margir á þessum tíma árs.

kef farthegar
Mynd: Isavia

Framboð á flugi frá landinu er í hæstu hæðum og fargjöldin í sumum tilvikum óvenju lág og það er ekki annað að sjá en að Íslendingar nýti sér það því fyrstu níu mánuði ársins flugu fleiri íslenskir farþegar frá Keflavíkurflugvelli en allt árið 2015. Þá fóru um 450 þúsund farþegar í gegnum vopnaleitina í Leifsstöð með íslensk vegabréf en núna er fjöldinn kominn upp fyrir 462 þúsund. Þar af voru íslensku farþegarnir 57.175 í september og hafa þeir ekki áður verið svo margir í þeim mánuði samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Og reyndar er nýliðinn september sá eini sem kemst á listann yfir þá 10 mánuði sem Íslendingar hafa verið mest á ferðinni eins og sjá má hér fyrir neðan.

Í lok þessarar viku líkur sumaráætlun flugfélaganna formlega og vetrarprógrammið tekur við. Á því er að finna reglulegar ferðir til 57 erlendra áfangastaða, einum færri en upphaflega stóð til því með brotthvarfi Airberlin verður ekki lengur í boði áætlunarflug milli Íslands og Dusseldorf yfir vetrarmánuðina.