Sérvalin París­ar­hótel

EF þú ert að leita þér að gistingu í borg ljósanna þá gæti úrvalið hjá Tablet+Michelin fallið í kramið.

Myndir: Tablet+Michelin

Ef þú vilt komast hjá því að blaða í gegnum ógrynni af hótel­til­boðum á stóru bókun­ar­síð­unum þá gæti Tablet+Michelin verið rétti stað­urinn fyrir þig. Þar á bæ er nefni­lega aðeins að finna nokkur hótel í hverri borg fyrir sig og oftar en ekki er um að ræða minni hótel sem tilheyra ekki stórum keðjum. Vissu­lega eru nokkur þarna rándýr en inn á milli má finna freist­andi hótel í milli­flokki og nokkur ennþá ódýrari. Þá skrifast verðið jafnvel á stað­setn­ingun og því vissara að skoða almenni­lega lýsinguna sem gefin er.

Smelltu hér til að skoða fína úrvalið

Ef ekkert af þessu hittir í mark þá má líka nota leit­ar­vélina hér fyrir neðan til að bera saman kjör á gist­ingu í París: