Samfélagsmiðlar

Ráðherra ferðamála sver af sér hækkun á virðisaukaskatti

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir það ekki hafa verið sína hugmynd að tvöfalda virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir málið mega rekja til formanna stjórnarflokkanna.

„Það er sagt að einn maður hafi bjargað okkur upp úr hruninu og það er ferðamaðurinn,“ segir Þórdís Kolbrún, ráðherra ferðamála.

Áform fráfarandi ríkisstjórnar um að tvöfalda virðisaukaskatt á ferðaþjónustu hafa verið brennidepli allt frá því að þau voru kynnt í vetrarlok. Þá sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, að ekki væru lengur rök fyrir því að ferðaþjónustan fengi sérstakar undanþágur varðandi virðisaukaskatt. Það kvað hins vegar við nýjan tón í ræðu Þórdísar Kolbrúnar á Ferðamálaþingi í vikunni þar sem hún sagði skattabreytinguna ekki hafa verið draumatillögu frá sínum bæjardyrum séð. „Þessi áform um að færa ferðaþjónustuna í hið almenna þrep voru ekki mín hugmynd. Þau urðu ekki til á mínu borði,“ sagði Þórdís svo í viðtali við Fréttablaðið á föstudaginn.

Auk Þórdísar Kolbrúnar var það Benedikt Jóhannessson, fjármálaráðherra, sem mælti með og varði hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Aðspurður um hvort fjármálaráðherra sé, öfugt við ferðamálaráðherrann, ennþá sannfærður um ágæti hækkunarinnar þá segir Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður Benedikts Jóhannesssonar, að málið eigi uppruna sinn hjá leiðtogum stjórnaflokkanna. „Tillagan varð til á borði formanna stjórnarflokkanna þar sem skoðaðar voru ýmsar leiðir til að setja aukinn pening í velferðarmál og innviðauppbyggingu, en á sama tíma skila afgangi til niðurgreiðslu skulda og einfalda skattkerfið. Fjármálaráðherra hafði svo það hlutverk að útfæra og kynna niðurstöðuna,” segir í svari Gylfa. „Það var alltaf ljóst að niðurstaðan yrði hvorki áferðarfalleg né óumdeild.”

Upphaflega stóð til að færa ferðaþjónustuna upp í hæsta þrep virðisaukaskatts um mitt næsta ári en því var svo frestað fram til ársbyrjunnar 2019. „Þegar fjárhagur ríkisins breyttist – einkum vegna uppgreiðslu erlends láns – varð úr að hægt var að fresta gildistöku breytingarinnar til 2019 og það er sú tillaga sem unnið er með nú. Hagfræðingar og erlendar stofnanir sem skoðað hafa tillögurnar eru sammála um að afnám skattaívilnunnar ferðaþjónustunnar sé skref í rétta átt. Ýmsar aðrar leiðir hafa verið skoðaðar og verða skoðaðar, þ.m.t. komugjöld. Þá eru í undirbúningi mótvægisaðgerðir sem sérstaklega eiga að taka á vanda byggða sem ekki hafa séð sama vöxt í ferðaþjónustu og höfuðborgarsvæðið,” segir Gylfi.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …