Samfélagsmiðlar

Sex sjarmatröll sem Starbucks á ekki roð í

Útibú Starbucks eru öll keimlík og það er því lítil upplifun fyrir ferðamenn að setjast inn á þannig stað. Túristi mælir með þessum kaffihúsum fyrir þá sem vilja krydda fríið.

kaffi 860

The Barn, Berlín

Auguststrasse er ein skemmtilegasta gatan í Mitte hverfinu. Hér blómstra fjölbreyttir matsölustaðir og sérverslanir sem laða til sín Berlínarbúa og ferðamenn frá morgni til kvölds. Einn þessara staða er The Barn, lítið kaffihús með örlitlum amerískum brag eins og nafnið gefur til kynna. Starfsfólkið vandar sig við að útbúa kaffi og te og hér er enginn ys og þys. Gulrótakaka hússins, með hökkuðum möndlum í kreminu, er ljúffeng og samlokurnar, sem eru smurðar á staðnum, eru mjög girnilegar.

Jimmy´s Coffee, Toronto

Í fjölmennustu borg Kanada eru um fimmtíu Starbucks kaffihús. Jimmy´s Coffee er að finna á sex stöðum í borginni, við hinn skemmtilega Kensington Market (191 Baldwin) og 107 Portland Street. Hér er kaffið í hávegum haft og úrvalið af sætabrauði er það gott að það er óþarfi að eyða matarlyst í hollustumuffin hússins. Það er frítt net hjá Jimmy og svo má líka fá lánað hleðslutæki í símann.

The Market, Denver

Larimer Street er sennilega þekktasta gatan í Denver og þangað mæta þeir sem vilja fá sér gott í svanginn. The Market er eitt af flaggskipum götunnar og það leynir sér ekki að í þar eru fastagestirnir margir. Sumir ganga inn um hurðina, kinka kolli til þjónustufólksins og setjast svo á sitt borð. Stundarkorni síðar mætir svo gengilbeina með „skammtinn“. Fremsti hluti staðarins er kaffihús og þar er færðu kaffi og með því en fyrir innan er að hægt að panta heita rétti allan daginn.

Peclard, Zurich

Það er leit að fallegra kaffihúsi í hinum sjarmerandi gamla bæ í Zurich. Peclard er skipt upp í þrjá ólíka sali og tvö útisvæði. Gestirnir geta því sest í mjúkan sófa í rauðu rokókóstofunni á annarri hæð, á klassískt kaffihús frá fyrri hluta síðustu aldar á neðstu hæðinni eða jafnvel út í fallegan bakgarð. Peclard er við Napfgasse 4 og hundrað metrum frá er eitt af útibúum Starbucks. En þrátt fyrir fínheitin á því fyrra þá kosta veitingarnar þar ekki mikið meira en hjá bandarísku keðjunni.

Brew lab, Edinborg

Kaffi er dauðans alvara á þessum nýlega kaffibar ekki svo langt frá Edinborgarkastala (6 South College Street). Hér notast menn við Slayer kaffivél en þær þykja fínasta fínt í kaffigeiranum og eiga að geta kallað fram meira bragð og aðra áferð.

Brot und Seine Freunde, Frankfurt

Það er ekki úr mörgum sætum að velja viljurðu setjast niður með kaffi og kökuna. Á Brot und Seine Freunde mæta því margir til að sækja sér nýsmurða samloku, heimabakaðar kökur og brauð og auðvitað þrusu gott kaffi. Á sumrin geta ferðamenn sest fyrir utan og fylgst með fólkinu sem á leið um Konrmarkt götuna en þar eru nokkur kaffihús og veitingastaðir.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …