Samfélagsmiðlar

Strandsiglingar Hurtigruten um Ísland njóta vinsælda

Farþegaskip Hurtigruten hafa verið tíðir gestir í íslenskum höfnum í ár og Ísland verður áfram spennandi áfangastaður fyrir hið norska skipafélag svo lengi sem hægt verður að bjóða farþegunum „ekta og nána upplifun fjarri massatúrisma”.

MS Fram í höfn í Reykjavík.

Hið norska Hurtigruten býður ekki aðeins upp á strandsiglingar um norska firði því skip félagsins halda reglulega út í heim. Þar á meðal til Íslands og forsvarsmenn Hurtigruten sjá tækifæri í að fjölga ferðunum hingað til lands. „Áætlun Hurtigruten fyrir Ísland í ár var umsvifameiri en nokkru sinni áður. Nýjasta skipið okkar, MS Spitsbergen, sigldi til að mynda við Ísland í samtals einn og hálfan mánuð, þar af þrjár heilar hringferðir. Á þessum tíma hafði MS Spitsbergen um 50 viðkomur í hinum ýmsu höfnum á Íslandi áður en skipið hélt svo áfram til Grænlands og í siglingar um norðurslóðir Kanada. Annað skip, MS Farm, fór einnig nokkrar ferðir til Íslands í sumar,” segir Svein Harald Lian, talsmaður Hurtigruten.

Þessar Íslandssiglingar Hurtigruten hafa notið mikilla vinsælda og segir Svein Harald að siglt hafi verið með „full skip” í allt sumar. „Hjá okkur þýðir það hins vegar að aðeins um 200 manns hafi verið um borð því öfugt við skemmtiferðaskipin þá eru könnunarskipin okkar lítil og sérstaklega hönnuð til að komast sem næst upplifununum, náttúrunni og fólkinu.” Og það eru ekki aðeins Norðmenn sem nýta sér strandsiglingar Hurtigruten um Ísland. „Um borð í leiðöngrunum okkar er fólk frá hinum ýmsu löndum en blandan er mismunandi eftir ferðum. Í ár var hlutfall norskra farþega á bilinu 15-20 prósent,” segir Svein Harald. „Ég held að allir Norðmenn sem heimsækja Ísland finni fyrir sterkum tengslum við Íslendinga í ljósi sameiginlegrar sögu þjóðanna tveggja”.

Sem fyrr segir hafa Íslandssiglingar Hurtigruten aldrei verið fleiri en þær voru í ár og dagskrá næsta sumars gerir ráð fyrir ennþá fleiri ferðum. „Við höldum áfram að bæta í á næsta ári því þá mun MS Farm fara í tvær 12 daga siglingar hringinn í kringum Ísland og skipið mun einnig, ásamt MS Spitsbergen, fara nokkrar aðrar ferðir yfir sumarið. Prógrammið fyrir árið 2019 er ekki klárt en það sumar tökum við í notkun nýtt skip, MS Roald Amundsen, sem með sína tvinnvél og aðrar tímamótalausnir mun verða umhverfisvænasta könnunarskip heims. Sú staðreynd skapar okkur og gestunum ennþá fleiri möguleika en það er of snemmt að segja til um hvert MS Roald Amundsen mun sigla. En Ísland er spennandi áfangastaður fyrir Hurtigruten svo lengi sem við getum boðið upp ekta og nána upplifun fjarri massatúrisma.”

Viðkomustaðir Hurtigruten í hinni 12 daga ferð Ísland.

Tólf daga sigling með Hurtigruten um Ísland kostar í dag um 540 þúsund krónur á mann og allt fæði er innifalið í verðinu en ekki flugmiði til Íslands þar sem siglingin hefst. Strandsigling með Hurtigruten er þar með nokkru dýrari kostur en klassísk rútuferð um Ísland. Algengt verð á 7 til 10 nátta ferðum um landið er 250 til 400 þúsund en sigling Hurtigruten tekur hins vegar 12 daga.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …