Samfélagsmiðlar

Strandsiglingar Hurtigruten um Ísland njóta vinsælda

Farþegaskip Hurtigruten hafa verið tíðir gestir í íslenskum höfnum í ár og Ísland verður áfram spennandi áfangastaður fyrir hið norska skipafélag svo lengi sem hægt verður að bjóða farþegunum „ekta og nána upplifun fjarri massatúrisma”.

MS Fram í höfn í Reykjavík.

Hið norska Hurtigruten býður ekki aðeins upp á strandsiglingar um norska firði því skip félagsins halda reglulega út í heim. Þar á meðal til Íslands og forsvarsmenn Hurtigruten sjá tækifæri í að fjölga ferðunum hingað til lands. „Áætlun Hurtigruten fyrir Ísland í ár var umsvifameiri en nokkru sinni áður. Nýjasta skipið okkar, MS Spitsbergen, sigldi til að mynda við Ísland í samtals einn og hálfan mánuð, þar af þrjár heilar hringferðir. Á þessum tíma hafði MS Spitsbergen um 50 viðkomur í hinum ýmsu höfnum á Íslandi áður en skipið hélt svo áfram til Grænlands og í siglingar um norðurslóðir Kanada. Annað skip, MS Farm, fór einnig nokkrar ferðir til Íslands í sumar,” segir Svein Harald Lian, talsmaður Hurtigruten.

Þessar Íslandssiglingar Hurtigruten hafa notið mikilla vinsælda og segir Svein Harald að siglt hafi verið með „full skip” í allt sumar. „Hjá okkur þýðir það hins vegar að aðeins um 200 manns hafi verið um borð því öfugt við skemmtiferðaskipin þá eru könnunarskipin okkar lítil og sérstaklega hönnuð til að komast sem næst upplifununum, náttúrunni og fólkinu.” Og það eru ekki aðeins Norðmenn sem nýta sér strandsiglingar Hurtigruten um Ísland. „Um borð í leiðöngrunum okkar er fólk frá hinum ýmsu löndum en blandan er mismunandi eftir ferðum. Í ár var hlutfall norskra farþega á bilinu 15-20 prósent,” segir Svein Harald. „Ég held að allir Norðmenn sem heimsækja Ísland finni fyrir sterkum tengslum við Íslendinga í ljósi sameiginlegrar sögu þjóðanna tveggja”.

Sem fyrr segir hafa Íslandssiglingar Hurtigruten aldrei verið fleiri en þær voru í ár og dagskrá næsta sumars gerir ráð fyrir ennþá fleiri ferðum. „Við höldum áfram að bæta í á næsta ári því þá mun MS Farm fara í tvær 12 daga siglingar hringinn í kringum Ísland og skipið mun einnig, ásamt MS Spitsbergen, fara nokkrar aðrar ferðir yfir sumarið. Prógrammið fyrir árið 2019 er ekki klárt en það sumar tökum við í notkun nýtt skip, MS Roald Amundsen, sem með sína tvinnvél og aðrar tímamótalausnir mun verða umhverfisvænasta könnunarskip heims. Sú staðreynd skapar okkur og gestunum ennþá fleiri möguleika en það er of snemmt að segja til um hvert MS Roald Amundsen mun sigla. En Ísland er spennandi áfangastaður fyrir Hurtigruten svo lengi sem við getum boðið upp ekta og nána upplifun fjarri massatúrisma.”

Viðkomustaðir Hurtigruten í hinni 12 daga ferð Ísland.

Tólf daga sigling með Hurtigruten um Ísland kostar í dag um 540 þúsund krónur á mann og allt fæði er innifalið í verðinu en ekki flugmiði til Íslands þar sem siglingin hefst. Strandsigling með Hurtigruten er þar með nokkru dýrari kostur en klassísk rútuferð um Ísland. Algengt verð á 7 til 10 nátta ferðum um landið er 250 til 400 þúsund en sigling Hurtigruten tekur hins vegar 12 daga.

Nýtt efni

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …