Sigurvegaranir í Íslandsdeild World Travel Awards

Listinn yfir þau íslensku hótel og ferðaþjónustufyrirtæki sem fengu „Óskarinn" í ár.

Mynd: Curren Podlesny/Unsplash

World Travel Awards eru ein virtustu verðlaunin sem veitt eru í ferðaþjónustunni og í gærkvöldi fór fram sérstök verðlaunaafhending fyrir Evrópu. Á dagskrá voru 9 íslenskir flokkar og sigurvegaranir í þeim flestum hafa borið sigur úr bítum nokkur ár í röð. Þannig hafa Hótel Borg,  ION á Nesjavöllum og Reykjavik4you Apartmens fengið gullið í sínum flokkum síðustu þrjú ár og Hótel Saga hefur verið valið besta hótelið fyrir viðskiptaferðir frá árinu 2014. Reykjavik4you Apartments var jafnframt tilnefnt sem besta íbúðahótel Evrópu en gullið fór til Le Clef Tour Eiffel í París. Að þessu sinni voru í fyrsta sinn veit verðlaun í Íslandsdeildinni í flokki ferðaskrifstofa, bílaleiga og þyrlufyrirtækja og þau fengu Iceland Travel, Hertz og Norðurflug.

Í aðalflokkunum fékk Turkish Airlines verðlaunin sem besta flugfélagið og líkt og síðustu ár þótti Norwegian fremst í flokki lággjaldaflugfélaga. Flugvöllurinn í Zurich hefur þótt skara fram úr í sínum flokki allt frá árinu 2004 og á því varð ekki breyting að þessu sinni en þangað fljúga nú þotur Icelandair allt árið um kring. Sankti Pétursborg, Genf og Algarve hlutu svo verðlaun sem bestu áfangastaðirnir.

Sigurvegarar í Íslandsdeild World Travel Awards árið 2017

Besta hönnunarhótelið
ION Luxury Adventure Hotel

Besta hótelið fyrir vinnuferðir

Radisson Blu Saga

Besta hótelið
Hótel Borg

Besti dvalarstaðurinn (Resort)

Hótel Rangá

Besta íbúðahótelið
Reykjavik4you Apartments

Besta hótel aðsetrið (Hotel residence)

Hótel Reykjavík Centrum

Besta bílaleigan
Hertz

Besta þyrluþjónustan
Norðurflug

Besta ferðaskrifstofan á áfangastað
Iceland Travel