2,5 milljónir útlendinga til landsins á næsta ári

Forsvarsmenn Isavia gera ráð fyrir um tíund fleiri erlendum komufarþegum en mest aukningin verður í fjölda skiptifarþega.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar Mynd: Isavia

Farþegaspá Isavia geri ráð fyrir að nærri 10,4 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll á næsta ári sem er viðbót um 18 prósent. Langmestur verður vöxturinn í fjölda skiptifarþega því gert er ráð fyrir að þeim fjölgi um þriðjung og verði nærri fjórar milljónir talsins. Þessi hópur verður þar af leiðandi sá langfjölmennasti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar því búist er við að brottfararfarþegar verði tæplega 3,2 milljónir en komufarþegar ögn fleiri. Þetta kom fram í máli Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, á opnun fundi Isavia  í morgun.

Af þessum komufarþegum er búist við að erlendir ferðamenn verði um 2,5 milljónir sem er aukning um tíund frá spánni fyrir þetta ár. Hins vegar verður að hafa í huga að erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi og sjálftengifarþegar en vægi þessara hópa er mismikið eftir árstíðum samkvæmt könnunum Isavia.

Gert er ráð fyrir að íslenskir farþegar verði 666 þúsund.