Samfélagsmiðlar

Áætlun í bígerð ef íslensku flugfélögin lenda í erfiðleikum

Ferðaþjónustan er undirstöðuatvinnugrein á Íslandi en hún er mjög háð tryggum flugsamgöngum. Innan stjórnarráðsins er á byrjunarstigi vinna við að meta nauðsyn þess að vera með áætlun ef íslensku millilandaflugfélögin lenda í rekstrarvanda.

Curren Podlesny

Gera má ráð fyrir að ríflega helmingur allra þeirra útlendinga sem sækja Ísland heim fljúgi hingað með íslensku flugfélögunum.

Ísland er háðara ferðaþjónustu efnahagslega séð en flest önnur lönd og greinin hefur mun meiri áhrif á lífskjör hér á landi en annars staðar samkvæmt greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem birt var í haust. Þar segir jafnframt að uppgangur ferðaþjónustunnar síðustu ár byggi að miklu leyti á stórauknu framboði á flugi til landsins. Þar eru Icelandair og WOW air í aðalhlutverki með þrjár af hverjum fjórum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli samkvæmt talningum Túrista og hvergi í Evrópu er vægi heimaflugfélaganna eins hátt samkvæmt greiningu OAG. Ekki er útlit fyrir að þetta hlutfall breytist mikið á næsta ári miðað við þær flugáætlanir sem kynntar hafa verið.

Í fyrrnefndri greiningu Landsbankans er þeirri spurningu velt upp hvort Icelandair og WOW air séu orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika á sama hátt og stærstu bankar landsins. „Verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brottfall annars, hvað þá beggja flugfélaganna af markaðnum, myndi augljóslega hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu,“ segir jafnframt í greiningunni. Sérfræðingar Landsbankans spyrja svo hvort útbúa þurfi viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda.

Þess háttar plan er ekki til í dag en samkvæmt svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, við fyrirspurn Túrista, þá hefur að undanförnu verið í athugun hvort nauðsynlegt er að áætlun liggi fyrir ef til erfiðleika kemur hjá íslensku millilandaflugfélögunum sem stefna myndi starfsemi þeirra í hættu. Málið er unnið í samráði við fleiri ráðuneyti og kallað hefur verið eftir upplýsingum frá Samgöngustofu. „Þetta verkefni er á byrjunarstigi og því ekki unnt að segja nánar á þessu stigi hvaða tillögur gætu verið settar fram,“ segir svari ráðuneytisins.

Í ár er gert ráð fyrir að erlendir komufarþegar á Keflavíkurflugvelli verði í heildina nærri 2,3 milljónir. Og miðað við þær tölur sem liggja fyrir um farþegafjölda Icelandair og WOW air og hlutfall mismunandi farþegahópa um borð í þotum félaganna þá má gera ráð fyrir að flugfélögin tvö flytji til landsins á bilinu 1,2 til 1,4 milljónir ferðamanna í ár. Eða ríflega helming allra þeirra erlendu ferðalanga sem leggja leið sína til Íslands.

 

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …