Áhafnir WOW bíða af sér storminn í Saga Lounge Icelandair

Einkennisbúningar WOW air hafa verið áberandi í Saga Lounge Icelandair í kvöld. Aðsend mynd

Óveðrið sem nú gengur yfir landið hefur haft veruleg áhrif á flugsamgöngur og búið að er aflýsa eða seinka fjölda brottfara frá Keflavíkurflugvelli. Af þeim sökum er núna í fjöldi fólks í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem bíður þess að komast í loftið. Þar á meðal eru áhafnarmeðlimir WOW air en Icelandair bauð þeim að dvelja í Betri stofu flugfélagsins, Saga Lounge,  á meðan beðið er eftir því að vindinn lægi.

Samkvæmt frétt Mbl þá hefur strandaglópum í Leifsstöð verið boðið upp á súkkulaði og vatn í kvöld en nokkrar brottfarir eru á dagskrá fram til klukkan tvö í nótt. Hins vegar er ekki ljóst hvort af þeim verður eins og staðan er núna.