Canopy hótelið í Reykjavík tilnefnt í þremur flokkum

Hótel sem þykja skara fram úr þegar kemur að hönnun, gestrisni og upplifun voru verðlaunuð í gær.

Canopy hótelið í Reykjavík. Mynd: Canopy/Icelandair Hotels

Forsvarsmenn útvalinna hótela söfnuðust saman í London í gær þegar evrópsku AHEAD verðlaunin voru afhent. Þar er fókusinn á svokölluð hönnunarhótel og voru 5 gististaðir tilnefndir í 12 mismunandi flokkum. Þar af fékk Canopy hótelið í Reykjavík, sem er í eigu Icelandair hótelanna, þrjár tilnefningar. Sem besta borgarhótelið, fyrir fallegustu móttökuna og almenn svæði og loks fyrir sjónræn einkenni (Visual identity).

Þó nafn Canopy hafi ekki komið upp úr neinu umslagi í London í gær þá segist Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður þróunar og markaðssviðs Icelandair hótelanna, vera ánægð með árangurinn og þær móttökur sem hótelið hefur fengið hjá erlendum gestum og heimamönnum. En Canopy hótelið í Reykjavík var það fyrsta sem opnað var á heimsvísu og á teikniborðinu eru hátt í 20 önnur. Þar af eitt annað í Evrópu, nánar tiltekið í austurhluta Lundúna.