Fjölförnustu flugleiðirnar í Evrópu

Innanlandsflugið er víða vel nýtt og sérstaklega í París.

orly paris
Innanlandsflugið frá Orly í París er vinsælt. Icelandair flýgur reglulega til Orly. Mynd: Paris Orly

Þrátt fyrir ljómandi lestarsamgöngur milli Parísar og Toulouse þá nýttu 2,35 milljónir farþega sér flugið frá Orly flugvelli í París til Blagnac í Toulouse í fyrra. Engin önnur evrópsk flugleið státar af öðrum eins fjölda og til að mynda verður flogið 30 sinnum frá Orly til Toulouse á morgun, mánudag. Næst fjölfarnasta flugleiðin er frá Madríd til Barcelona og þar á eftir koma áætlunarferðirnar frá Nice til Orly. Innanlandsflugið hefur því mikið vægi eins og sjá má á töflunni yfir þær 5 evrópsku flugleiðir sem flestir nýttu sér í fyrra en listinn er fenginn frá Eurostats.

Sú flugleið sem flestir nýta sér frá Keflavíkurflugvelli er til Kaupmannahafnarflugvallar og í fyrra voru farþegarnir á þeirri leið tæplega 270 þúsund. Fleiri fljúga þó héðan til London en þar dreifast farþegarnir á fimm mismunandi flugvelli.

Vinsælustu flugleiðirnar í Evrópu árið 2016:

  1. París Orly – Toulouse Blagnac: 2,35 milljónir
  2. Madríd Barajas – Barcelona El Prat: 2,32 milljónir
  3. Nice Cote d´Azur – París Orly: 2,1 milljón
  4. Catania Fontanarossa – Róm Fiumicion: 1,9 milljónir
  5. Ósló Gardermoen – Værnes í Þrándheimi: 1,9 milljónir