Vortilboð á fínum Parísarhótelum

Ef þú ert á leiðinni til Parísar á næstunni og átt eftir að bóka gistingu þá gætu þessi tilboð freistað þó verðið sé í hærri kantinum.

Herbergin á Brach Paris og Maison Athénée. Myndir: Tablet hotels

Það hafa margir flutt lag Glenn Miller um vorstemninguna sem einkennir París í aprílmánuði. Og það er næsta víst að einhverjir lesenda Túrista ætli sér að taka forskot á vorið með því að bregða sér til frönsku höfuðborgarinnar á næstunni. Og þeir sem vilja búa vel þar í borg gætu fallið fyrir tilboðunum sem núna má finna á hótelunum Brach Paris,  Maison Athénée, Hotel de Nell, Le Pavillon de Lettres eða íbúðahótelinu Nell Hotel&Suites. Þau þarf að bóka í gegnum Tablet Hotels og gilda út apríl mánuð.

Ef ekkert af þessum tilboðum hentar þá má nýta leitarvélina hér undir til að bera sama verð á hótelum Parísar: