London: Tilboð á splunkunýju og óhefðbundnu hóteli

Ef þú ert á leiðinni til London í vetur og þá gæti þetta hótel hitt í mark.

The Standard í London. Myndir: Tablet hotels

Þessi hefðbundnu hótelherbergi eru sjaldnast eftirminnileg og bæta litlu við ferðalagið. Blessunarlega eru þó til gististaðir þar sem reynt er að stíga út fyrir boxið og bandaríska hótelkeðja The Standard er dæmi um þess háttar. Nýverið opnaði fyrsti gististaður The Standard í Evrópu, nánar tiltekið við King´s Cross í London.

Þar má núna bóka gistingu með 20 prósent afslætti í gegnum Tablet Hotels. Þrátt fyrir sérkjörin þá má gera ráð fyrir að nóttin kosti að minnsta kosti 25 þúsund krónur. Smelltu hér til að leita.

Ef ekkert af þessum tilboðum hentar þá má nýta leitarvélina hér undir til að bera saman verð á gistingu í London: