Íslenskum túristum fjölgaði lítillega í Bandaríkjunum

Að jafnaði komu 158 Íslendingar fljúgandi til Bandaríkjanna á degi hverjum í fyrra.

bna fani
Mynd: Unsplash

Í hittifyrra fjölgaði íslenskum ferðamönnum í Bandaríkjunum um rúm 12 prósent en í fyrra nam aukningin aðeins þremur af hundraði. Á sama tíma jókst hins vegar töluvert framboð á flugi til Bandaríkjanna, t.d. hófst áætlunarflug til Kaliforníu og Chicago. Sú viðbót hefur hins vegar ekki ýtt undir aukin ferðalög Íslendinga vestur um haf en eins og sjá má á súluritinu þá kjósa flestir hér á landi að gera sér ferð til Bandaríkjanna á haustin.