Miami vinsælli en nokkru sinni áður

Útlendingar streyma til Miami og forsvarsmenn ferðamála þar í borg þakka það stórauknum flugsamgöngum. Meðal annars frá Íslandi.

Frá Sunny Isles Beach í Miami. Mynd: The Greater Miami Convention & Visitors Bureau

15,9 miljónir erlendra ferðamanna hafa lagt leið sína um Miami síðastliðna 12 mánuði og er það algjört met. Tölur ferðamálaráðs borgarinnar sýna líka að útlendingarnar sem heimsækja borgina eyða meiru á meðan dvöl þeirra stendur. Og forsvarsmenn ferðamála í Miami eru ekki í vafa um að þennan fína árangur megi skrifa á auknar flugsamgöngur til og frá borginni en 96% þeirra útlendinga sem heimsækja borgina koma þangað flugleiðina.

Síðustu misseri hefur borgin komist á kortið hjá sífellt fleiri erlendra flugfélag og til að mynda hóf WOW air að fljúga til Miami í vor og mun halda uppi áætlunarferðum þangað út veturinn en gera hlé á fluginu næsta sumar. Miami er líka hluti af leiðakerfi skandinavískra flugfélaga en Svíar, Norðmenn og Danir eru einmitt meðal fjölmennustu þjóðanna í hópi erlendra ferðamanna í borginni.

Smelltu til að skoða sérvalin hótel á vegum Tablet í Miami