Örfá hótel­her­bergi laus á nýársnótt

Það stefnir í mikinn fjölda ferðamanna hér á landi um áramót og vonandi hafa þeir flestir tryggt sér gistingu.

Canopy Reykjavík er eitt þeirra hótela sem er uppbókað á nýársnótt. Mynd: Icelandair Hotels

Stemn­ingin á gaml­árs­kvöld í Reykjavík er reglu­lega lofuð í heim­spress­unni og höfuð­borgin ratar ósjaldan á lista yfir þá ferða­mannastaði sem áhuga­verð­astir eru þetta síðasta kvöld ársins. Ásóknin í Íslands­ferðir yfir áramót hefur því aukist ár frá ári og ekki er útlit fyrir breyt­ingu þar á því samkvæmt hótel­síð­unni Booking.com er nú þegar 97% af öllu gist­i­rými í Reykjavík uppbókað á nýársnótt. Það er miklu hærra hlut­fall en í höfuð­borgum hinna Norð­ur­land­anna en svipað og þekkist í öðrum borgum sem laða að sér fjölda ferða­manna í árslok, t.d. í Sydney, Ríó og Edin­borg. Þeir sem ætla í áramótafagnað í New York, London eða París hafa úr meiru að moða.

Þó Booking.com sé eitt umsvifa­mesta hótel­bók­un­ar­fyr­ir­tæki í heimi þá gefur staðan á vef þess ekki full­komna mynd af gisti­mark­aðnum í hverri borg fyrir sig. Hildur Ómars­dóttir, forstöðu­maður mark­aðs­sviðs Icelandair hótel­anna, stað­festir hins vegar að hótel innan keðj­unnar séu sem fyrr mjög vel bókuð yfir áramótin. En innan keðj­unnar eru Icelandair hótel í höfuð­borg­inni og út á lands­byggð­inni auk þess sem fyrir­tækið á og rekur Canopy við Hverf­is­götu og Nordica Hilton.

Þeir útlend­ingar sem kjósa heldur heimag­ist­ingu hafa heldur ekki mikið val því samkvæmt vef banda­rísku gistimiðl­un­ar­innar Airbnb er aðeins 2% af gist­i­rýmum fyrir­tæk­isins í Reykjavík á lausu yfir áramótin. Þar á meðal nokkrir bílar og tjald­vagnar en eins og komið hefur fram í fréttum hefur kuldakastið undan­farna daga komið illa við þá sem búa við þess háttar aðstæður.