Vinningshafinn í ferðaleiknum er fundinn

Einn heppinn lesandi Túrista er á leið til Bandaríkjanna á næstunni.

Mynd: Delta Air Lines

Delta Air Lines býður upp á áætlunarferðir milli Íslands og New York allt árið um kring og yfir sumarið bætist við beint flug héðan til Minneapolis. Í haust efndi bandaríska flugfélagið til ferðaleiks á síðum Túrista og bárust nærri þrjú þúsund svör. Þar á meðal frá Önnu Maríu Sigurjónsdóttur en  nafn hennar kom upp úr pottinum þegar dregið var í gær. Hlýtur Anna María farmiða fyrir tvo með Delta til New York og óskar Túristi henni góðrar ferðar til Bandaríkjanna og þakkar öllum sem þátt tóku.