Samfélagsmiðlar

9 góðar freyðivínsflöskur fyrir flugfarþega

Vafalítið munu fleiri flugfarþegar taka með sér kampavín, cava eða prosecco úr Fríhöfninni næstu vikur en gerist og gengur. Hér er listi sem gæti einfaldað valið á veisluvíninu.

Freyðivínin 9; fyrst kampavínið, svo cava og loks prosecco.

Að skála í freyðivíni á tímamótum er siður sem hefur djúpar rætur í vestrænni menningu og færist í aukanna í öðrum menningarheimum. Hinar dásamlegu „bubblur“ í kampavíni sem myndast í annarri gerjun eftir átöppun, voru upprunalega flokkaðar sem framleiðslugalli á hvítvíni sem gerði víngerðarmönnum í Kampavínshéraði lífið leitt en kampavínið hefur með tímanum og bættri átöppunartækni breyst í einn af eftirstóttustu drykkjum veraldar.

Lög og reglur um upprunavottorð banna vínframleiðendum utan Kampavínshéraðs í Frakklandi að kalla framleiðslu sína kampavín en það bannar þeim ekki að nota sömu aðferð og notuð er við framleiðslu kampavíns og hafa til að mynda spænskir vínframleiðendur nýtt sér þetta til fulls við framleiðslu á cava víninu.  Það má því segja að cava sé kampavín Spánar unnið úr spænskum þrúgum með kampavínsaðferðinni.

Hið ítalska prosecco vín er svo ásamt hinu spænska cava það freyðivín sem stendur kampavíninu næst í vinsældum.  Prosecco er framleitt með ódýrari aðferð þar sem önnur gerjun og bubblurnar myndast í stáltönkum áður en vínið er tappað á flöskur en vinsældir þess um allan heim eru ósviknar, hugsanlega vegna þess að verðinu er stillt í hóf sem hentar vel þegar er verið að kaupa inn fyrir stór mannamót.

Til að auðvelda lesendum valið bað Túristi vínklúbbinn Vín&vín um að mæla með þremur flöskum úr ofangreindum freyðivínstegundum sem allar fást í komuversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Til hliðsjónar er líka einkunnagjöf notenda vínvefsíðunnar Vivino fyrir hverja tegund. Og eins og sjá má á listanum þá munar oft umtalsverðu á verði sömu flöskunnar í Vínbúðunum og Fríhöfninni og á það við um aðrar léttvínstegundir líka líkt og niðurstöður verðkönnunar Túrista sýndu. Þess má geta að hver farþegi má í mesta lagi kaup sex léttvínsflöskur tollfrjálst.

Cava

Freixenet Cordón Negro Brut
1.599 kr. / 1.990 kr. í Vínbúðinni
Vivino: 3,6 af 5 (12659 álit)
Umsögn Vín & vín: Eitt af vinsælli cava vínum ársins 2016 í Vínbúðinni hér á ferð, klassískur cava sem hentar vel fyrir stórar veislur og svo auðvitað með léttari tapas réttum.

Reserva de la Familia Brut
2.399 kr. / 2.999 kr. í Vínbúðinni
Vivino: 3,9 af 5 (10612 álit)
Umsögn Vín & vín: Dýrasta cava flaskan í Vínbúðinni hér á ferðinni og ljómandi góð í ofanálag. Suðrænir ávextir í kraumandi bubblum.

Segura Viudas-Reserva Heredad
2.999 kr. (fæst ekki í Vínbúðinni)
Vivino: 3,9 af 5 (4431 álit)
Umsögn Vín & vín: Þetta vín kemur í tilkomumikilli flösku sem hefur gotneskt yfirbragð sem skemmir alls ekki stemninguna.  En það er ekki bara útlitið heldur er vínið reglulega vandað, fínar bubblur og ferskir sítrus- og perutónar.

Prosecco

Albino Armani Prosecco
1.699 kr. / 2.290 kr. í Vínbúðinni
Vivino: 3,8 af 5 (2699 álit)
Umsögn Vín & vín: Tónar af ferskjum og þroskuðum perum með fíngerðum bubblum.  

Tommasi Prosecco
1.499 kr. / 1.899 kr. í Vínbúðinni
Vivino:  3,6 af 5 ( 1447 álit)
Umsögn Vín & vín: Íslenskir vínunnendur þekkja vel til Tommasi og hans vinsælu rauðvína.  Hér er á ferð traustur valkostur fyrir veisluna.

Allegrini Prosecco
1.399 kr. / 1.990 k.r í Vínbúðinni
Vivino: 3,5 af 5 (46 álit)
Umsögn Vín & vín: Einn af strákunum okkar í íslenska landsliðinu hefur á síðustu árum nýtt sambönd sín í Verona til að tryggja Íslendingum á ný ljómandi fín vín frá Allegrini.  Ekki úr vegi að skála fyrir því í þessu Prosecco.

Kampavín

Mumm Cordon Rouge
4.299 kr. / 5.999 kr í Vínbúðinni
Vivino: 3,8 af 5  (9696 álit)
Umsögn Vín & vín: Rauði borðinn á miðanum vísar til æðstu heiðursorðu Frakklands, Légion d‘honneur, sem er við hæfi þegar maður verðlaunar sig með kampavíni.  Þekkt fyrir hátt hlutfall af rauðvínsþrúgunni Pinot Noir í víninu sem skilar þungavigtarvíni.  Kraftmiklar gylltar bubblur með nótum af hvítri ferskju og apríkósum í bland við sítrus ávöxtinn og langt sætt eftirbragð af hunangi og rjómakaramellu. Átt þú skilið verðlaun?

Moet & Chandon Brut Imperial
4.599 kr. / 5.899 kr. í Vínbúðinni
Vivino: 4,1 af 5 ( 41243 álit)
Umsögn Vín & vín: „Hún geymir sitt „Moet & Chandon“ inn í fallegum skáp“ söng Freddie Mercury.  Kampavín hefur alltaf verið tengt glamúrlífinu líkt og sportbílar, spilavíti og skínandi skartgripir.  Hver vill ekki smá lúxus með tónum af grænum eplum, sítrus og fyllingu með hunangsristuðum möndlum. Skál!

Veuve Clicquot Brut
4.799 kr. / 5.999 kr. í Vínbúðinni
Vivino: 4,2 af 5 (44035 álit)
Umsögn Vín & vín: Ein þekktasta kampavínsflaska heims sem ber nafn ekkjunnar sem ögraði feðraveldinu, á tímum Napóleons, og tók við rekstri fyrirtækisins eftir dauða eiginmanns hennar.   Kampavínsbragðið býður upp á meira en sítrusávexti og bubblur því hér leynast áhrif frá botnfallinu sem myndast við gerjunina og af því má greina kremað smjör á ristuðu súrdeigsbrauði.  Fágað, franskt og flott.

 

 

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …