Samfélagsmiðlar

Á gönguskíðum um austurríska fjallasali

Þeim fer fjölgandi hér á landi sem fara á gönguskíði þegar snjóar og nú gefst tækifæri á að stunda sportið við framúrskarandi aðstæður í Austurríki.

Í byrjun hvers árs flykkjast Íslendingar upp í Alpana til að bruna niður brekkur en fjallgarðurinn hefur líka upp á margt að bjóða fyrir það skíðaáhugafólk sem vill ekki aðeins láta þyngdaraflið flytja sig úr stað. Troðin gönguspor tengja nefnilega saman fjallasali og þorp og það er leit að eins fallegu umhverfi til að ferðast um á gönguskíðum.

Í febrúar efna Bændaferðir til sérstakrar gönguskíðaferðar til Achensee í Austurríki og meðal fararstjóra verður Anna Sigríður Vernharðsdóttir. Túristi lagði fyrir hana nokkrar spurningar um ferðina.

Hver er ástæða þess að áhugi Íslendinga á skíðagöngu hefur aukist svona síðustu ár?
Ein möguleg ástæða fyrir auknum áhuga á skíðagöngu er þátttaka Íslendinga í Landvættaáskoruninni en ég held þó að það sé ekki eina skýringin. Eru Íslendingar ekki bara loksins að átta sig á hvað þetta er skemmtilegt og heilsusamlegt sport?

Hver er stóri munurinn á því að fara á gönguskíði í Bláfjöllum og Achensee?
Stóri munurinn er sá að þegar aðstæður eru góðar eru um 200 km af brautum í Achensee en um 20 km í Bláfjöllum. Í Achensee erum við að skíða í dölum, milli bæja, inni í bæjum, niður við vatn og inni í skógi. Það eru mjög svo ólíkar aðstæður. Þegar aðstæður eru góðar getum við því skíðað daglega í eina viku og farið alltaf mismunandi leiðir.

Hvernig verður prógrammið í Achensee? Getur fólk valið á milli margra ólíkra leiða?
Við skiptum hópnum upp í 2 hópa, annar hópurinn fer hægar og styttra og hinn fer hraðar og eitthvað lengra. Við munum einnig leiðbeina fólki eftir þörfum. Við byrjum alla daga á upphitun og göngum kannski 10-20 km fyrir hádegi. Við borðum saman hádegismat, ýmist í fjallaskálum eða á veitingahúsum í litlu bæjunum. Eftir hádegi höldum við svo áfram að ganga. Í lok dagsins teygjum við vel á þreyttum vöðvum og flestir fara svo í heilsulindina til að slaka á. Hópurinn borðar svo saman um kvöldið á hótelinu og við eigum notalega stund saman.

Hversu góðu formi verða þátttakendur í ferðinni að vera áður en lagt er í hann?
Þátttakendur þurfa að treysta sér til þess að vera úti og á hreyfingu í nokkra tíma á dag. Fólk þarf að vera fært um að ganga á skíðum en það er engin krafa um að fólk kunni fullkomna tækni.

Það er ekki alltaf einfalt að finna rétta áburðin undir gönguskíðin. Er hægt að fá góða aðstoð við þess háttar á skíðasvæðinu
Fararstjórar geta gefið leiðbeiningar varðandi val á áburði og einnig leiðbeint með að bera á skíðin.

Nánari upplýsingar um ferðina til Achensee má finna á heimasíðu Bændaferða.

 

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …