Samfélagsmiðlar

Á gönguskíðum um austurríska fjallasali

Þeim fer fjölgandi hér á landi sem fara á gönguskíði þegar snjóar og nú gefst tækifæri á að stunda sportið við framúrskarandi aðstæður í Austurríki.

Í byrjun hvers árs flykkjast Íslendingar upp í Alpana til að bruna niður brekkur en fjallgarðurinn hefur líka upp á margt að bjóða fyrir það skíðaáhugafólk sem vill ekki aðeins láta þyngdaraflið flytja sig úr stað. Troðin gönguspor tengja nefnilega saman fjallasali og þorp og það er leit að eins fallegu umhverfi til að ferðast um á gönguskíðum.

Í febrúar efna Bændaferðir til sérstakrar gönguskíðaferðar til Achensee í Austurríki og meðal fararstjóra verður Anna Sigríður Vernharðsdóttir. Túristi lagði fyrir hana nokkrar spurningar um ferðina.

Hver er ástæða þess að áhugi Íslendinga á skíðagöngu hefur aukist svona síðustu ár?
Ein möguleg ástæða fyrir auknum áhuga á skíðagöngu er þátttaka Íslendinga í Landvættaáskoruninni en ég held þó að það sé ekki eina skýringin. Eru Íslendingar ekki bara loksins að átta sig á hvað þetta er skemmtilegt og heilsusamlegt sport?

Hver er stóri munurinn á því að fara á gönguskíði í Bláfjöllum og Achensee?
Stóri munurinn er sá að þegar aðstæður eru góðar eru um 200 km af brautum í Achensee en um 20 km í Bláfjöllum. Í Achensee erum við að skíða í dölum, milli bæja, inni í bæjum, niður við vatn og inni í skógi. Það eru mjög svo ólíkar aðstæður. Þegar aðstæður eru góðar getum við því skíðað daglega í eina viku og farið alltaf mismunandi leiðir.

Hvernig verður prógrammið í Achensee? Getur fólk valið á milli margra ólíkra leiða?
Við skiptum hópnum upp í 2 hópa, annar hópurinn fer hægar og styttra og hinn fer hraðar og eitthvað lengra. Við munum einnig leiðbeina fólki eftir þörfum. Við byrjum alla daga á upphitun og göngum kannski 10-20 km fyrir hádegi. Við borðum saman hádegismat, ýmist í fjallaskálum eða á veitingahúsum í litlu bæjunum. Eftir hádegi höldum við svo áfram að ganga. Í lok dagsins teygjum við vel á þreyttum vöðvum og flestir fara svo í heilsulindina til að slaka á. Hópurinn borðar svo saman um kvöldið á hótelinu og við eigum notalega stund saman.

Hversu góðu formi verða þátttakendur í ferðinni að vera áður en lagt er í hann?
Þátttakendur þurfa að treysta sér til þess að vera úti og á hreyfingu í nokkra tíma á dag. Fólk þarf að vera fært um að ganga á skíðum en það er engin krafa um að fólk kunni fullkomna tækni.

Það er ekki alltaf einfalt að finna rétta áburðin undir gönguskíðin. Er hægt að fá góða aðstoð við þess háttar á skíðasvæðinu
Fararstjórar geta gefið leiðbeiningar varðandi val á áburði og einnig leiðbeint með að bera á skíðin.

Nánari upplýsingar um ferðina til Achensee má finna á heimasíðu Bændaferða.

 

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …