Aðeins 25 þúsund fleiri með Icelandair en WOW air

Í farþegum talið hefur aldrei munað eins litlu á stærð flugfélaganna tveggja.

saeti icelandair wow
Um það bil 8 af hverjum 10 sætum voru skipuð í flugvélum Icelandair í nóvember en hlutfallið var 88% hjá WOW air. Myndir: Icelandair og WOW air

Í nóvember flutti Icelandair 249 þúsund farþega en á sama tímabili flugu 224 þúsund farþegar með WOW air. Mismunurinn nemur 25 þúsund farþegum sem er mun minna bil en áður eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan.

Í flugferðum talið er hlutfallslegur munur á flugfélögunum nokkru meiri en þar sem þotur WOW air eru að jafnaði stærri þá getur félagið flogið með fleiri í hverri ferð en Icelandair. Og miðað við talningu Túrista á fjölda flugferða í nóvemer þá hefur WOW air flogið með um 205 farþega að jafnaði í hverri flugferð í síðasta mánuði en meðalfjöldinn hjá Icelandair var 144.

Samkvæmt tilkynningum félaganna þá var sætanýting Icelandair 78% í nóvember en 88% hjá WOW og jókst hún um 1 prósentustig hjá því síðarnefnda en lækkaði um sömu tölu hjá Icelandair.