Dómar flugfarþega um flugfélögin á Keflavíkurflugvelli

Hjá Tripadvisor og Skytrax eru að finna þúsundir af góðum og slæmum umsögnum um flugfélög, líka þau 13 sem halda uppi áætlunarflugi héðan í vetur.

Mynd: Isavia

Vægi vefsíðunnar Tripadvisor í ferðageiranum er mikið, sérstaklega þegar kemur að gistingu, afþreyingu og mat. Fyrir nokkru hóf Tripadvisor líka að hvetja notendur síðunnar til að gefa flugfélögum einkunn og nú er þar að finna töluvert safn af alls kyns umsögnum frá flugfarþegum. Vefurinn Airline Quality, sem haldið er úti af fyrirtækinu Skytrax, hefur hins vegar verið lengur í þessum geira og ennþá fleiri dóma er að finna á vef fyrirtækisins. Þar er hæsta einkunn 10 en toppeinkunn hjá Tripadvisor eru upp á 5. En eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá fær ekkert þeirra flugfélaga sem flýgur reglulega frá Keflavíkurflugvelli í vetur fullt hús enda er þess háttar mjög sjaldgæft.