Samfélagsmiðlar

Enn eitt evrópskt flugfélag í þrot

60 þúsund farþegar FlyNiki eru nú strandaglópar eftir að forsvarsmenn þýska flugfélagsins Lufthansa gáfust upp á að taka austurríska lággjaldaflugfélagið yfir.

Þotur FlyNiki munu ekki leggja upp á Leifsstöð næsta sumar.

Síðustu sumur hefur austurríska flugfélagið FlyNiki boðið upp á næturflug milli Íslands og Vínarborgar en nú er ljóst að ekki verður framhald á. Rekstur félagsins stöðvaðist nefnilega í dag og nú vinna austurrísk stjórnvöld að því að finna flug fyrir þá 60 þúsund farþega sem áttu pantað sæti með FlyNiki til síns heima næstu daga. Á heimasíðu flugfélagsins segir að leitað hafi verið til fjölda flugfélaga um aðstoð og að farþegar megi gera ráð fyrir því að borga lítilsháttar gjald fyrir heimferðina. Þeir áttu bókaða farmiða með FlyNiki til og frá Íslandi næsta sumar ættu að fá kaupverðið endurgreitt frá viðkomandi greiðslukortafyrirtæki samkvæmt þeim reglum sem um þannig greiðslu gilda.

FlyNiki var systurfélag þýska flugfélagsins Airberlin sem fór á hausinn í lok október. Ætlunin var að Lufthansa samsteypan tæki FlyNiki yfir en samkeppnisyfirvöld innan ESB vildu ekki samþykkja kaupsamninginn og því drógu stjórnendur Lufthansa tilboð sitt tilbaka. Það var því sjálfgefið að stöðva rekstur FlyNiki. Þar með er ljóst að hinar takmörkuðu flugsamgöngur milli Íslands og Austurríkis munu verða ennþá minni því nú er Austrian Holidays eitt um sinna þeirri flugleið. Talsmaður þess flugfélags segir í svari til Túrista að ekki sé útlit fyrir að bætt verði í Íslandsflug Austrian Holidays á næsta ári. En í júní síðastliðnum voru farnar 11 áætlunarferðir frá Íslandi til Vínarborgar og stóð FlyNiki fyrir sex þeirra samkvæmt daglegum talningum Túrista á flugumferð til og frá landinu.

FlyNiki er þriðja stóra evrópska flugfélagið sem verður gjaldþrota nú í lok árs því auk systurfélagsins, Airberlin, þá þurftu forsvarsmenn Monarch, fimmta stærsta flugfélag Breta, að játa sig sigraða fyrir stuttu siðan. Og þó það félag hafi ekki boðið upp á ferðir til Íslands þá gætti áhrifanna af falli þess hingað til lands því eigið fé Kortaþjónustunnar nær þurrkaðist út. Ástæðan er sú að Kortaþjón­ust­an var einn af færsluhirðum breska flugfélagsins og höfðu stjórnendur þess greitt Monarch hluta af andvirði farmiðakaupa fyrir ferðir sem ennþá voru ófarnar. Þegar rekstur Monarch stöðvaðist þurfti Kortaþjónustan að endurgreiða korthöfum andvirði allra ónotaðra flugmiða og þar á meðal þá upphæð sem Monarch hafði fengið fyrirfram.

Líkt og Túristi hefur greint frá þá er innan stjórnarráðsins unnið að mati á þörfinni fyrir að koma upp neyðaráætlun sem grípa má til ef reksturs íslensks millilandaflugfélags stöðvast. Það er hins vegar Samgöngustofa sem hefur eftirlit með rekstri íslensku flugfélaganna og samkvæmt svörum frá stofnuninni þá þóttu gjaldþrot Monarch og Airberlin ekki gefa tilefni til að kalla eftir sérstökum upplýsingum úr rekstri flugfélaganna.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …