Afsláttur á nokkrum fínum hótelum í New York

Fjögur tilboð á gistingu í heimsborginni fyrir þá sem vilja búa vel.

newyork loft Troy Jarrell
Frá New York. Myndir: Troy Jarell / Unsplash

Á hótelbókunarsíðunni Tablet er aðeins að finna sérvalin hótel og fæst þeirra eru í ódýrari kantinum. Mörg rándýr en líka helling í milliflokki og núna má bóka herbergi á sumum þessara hótela á sérstakri helgarútsölu Tablet. Þar er úrvalið í New York einna mest en þeir sem eru á leið til San Francisco, Seattle eða til vinsælustu ferðamannaborga Evrópu gætu líka fundið eitthvað.

Í flestum tilfellum er afsláttur á bilinu 20 til 40% og gildir vanalega út veturinn. Smelltu hér til að skoða úrvalið

Ef ekkert af þessum tilboðum hittir í mark má nota þessa leitarvél til að bera saman þau kjör sem bjóðast á hótelum út um víða veröld.