Icelandair er næstbest að mati lesenda Telegraph

Íslenska flugfélagið færist upp um eitt sæti á lista breska dagblaðsins.

icelandair 767 757
Mynd: Icelandair

„Þó umsvif lággjaldaflugfélaganna hafi aukist verulega þá hafa þau ennþá ekki náð hjörtum lesenda.“ Þetta segir í Nick Trend, ferðasérfræðingur The Telegraph, um niðurstöður árlegrar lesendakönnunar breska blaðsins. En aðeins eitt lággjaldaflugfélag, Jet2, kemst á lista yfir þau 10 flugfélög sem lesendum Telegraph þykir best að ferðast með á styttir flugleiðum. Listann toppar hið svissneska Swiss en þar á eftir kemur Icelandair og færist íslenska flugfélagið þar með upp úr þriðja sætinu sem það hefur haldið síðustu þrjú ár. Bronsið að þessu sinni fær hið agnarsmáa flugfélag Aurigny Air sem sinnir áætlunarferðum milli Ermarsundseyjanna Guernsey og Alderney.

Þess má geta að Icelandair er ekki eini íslenski silfurmedalíuhafinn hjá lesendum Telegraph að þessu sinni því Ísland sjálft er í öðru sæti yfir þá evrópsku áfangastaði sem eru mest spennandi í huga Breta líkt og Túristi greindi frá. En samtals tóku 90 þúsund lesendur Telegraph þátt í kosningunni.

Bestu flugfélögin á styttri flugleiðum samkvæmt lesendum Telegraph:

  1. Swiss
  2. Icelandair
  3. Aurigny Air
  4. Jet2
  5. KLM
  6. Austrian Airlines
  7. Lufthansa
  8. Air Malta
  9. Aer Lingus
  10. CityJet