Mest lesnu Túristagreinar ársins 2017

Aldrei áður hafa jafn margir lesið Túrista og þessar greinar fengu mesta athygli.

flug danist soh
Mynd: Danist Soh/Unsplash

Frá Keflavíkurflugvelli er nú flogið til fleiri áfangastaða en fyrr og samkeppnin á flugleiðunum er meiri en áður. Allt þetta úrval setur Túristi upp tvisvar á ári og til að einfalda fólki að finna réttu ferðina út í heim. Þessar samantektir hafa fallið í kramið hjá lesendum Túrista eins og sjá má á listanum yfir þær 10 greinar sem flestir lásu á síðunn í ár. Þar er einnig að finna fréttaskýringu á ofmati á ferðamannafjöldanum, verðsamanburð á innanlandsflugi hér og í nágrannalöndunum, verðkönnun á bílaleigubílum og samanburð á vínum í Fríhöfninni og margt fleira.

Mest lesnu ferðagreinar ársins 2017:

  1. Allt áætlunarflug vetrarins
  2. Er ferðamannafjöldinn ofmetinn?
  3. Nokkrir Íslendingar stöðvaðir í hverri viku
  4. Tekjuhæstu Airbnb leigusalarnir
  5. Allt að 40% ódýrara að kaupa vínið í Fríhöfninni
  6. Verðið á bílaleigunum við Keflavíkurflugvöll hríðlækkar
  7. Hið óvænta aðdráttarafl Belfast
  8. Innanlandsflugið hér á landi ekki alltaf það dýrasta
  9. Þessi þrjú koma til greina sem næsti ferðamálastjóri
  10. Óumflýjanlegt að rútumiðinn hækki