Mest seldu ferðavörurnar hjá Amazon

Það eru ekki aðeins ferðatöskur af öllum gerðum sem ferðalangar panta sér í þessari stærstu netverslun heims.

Mynd: Mike Wilson/Unsplash

Úrvalið af alls kyns ferðatöskum og ferðavörum er mikið í netverslun Amazon en hér eru þær vörur sem seljast best í hverji deild fyrir sig. Og þó verðmiðarnir séu oft mun lægri en við eigum að venjast þá verður að hafa í huga að það kostar sitt að senda vörurnar og eins af borga af þeim opinber gjöld.

Handfarangur


Farangursheimild fylgir sjaldan ódýrustu flugmiðunum og því ferðast sífellt fleiri aðeins með handfarangur. Það sést til að mynda vel á hversu vel hlaðin farangursboxin í farþegarýminu eru í flugvélunum sem fljúta til og frá landinu. Sú handfarangurstaska sem selst best hjá Amazon er frá Rockland og kostar um 3.500 krónur (auk flutnings og opinberra gjalda) en úrvalið er töluvert af alls kyns öðrum töskum.

Hefðbundnar ferðatöskur


Það er greinilegt að viðskiptavinir Amazon eru hrifnir af Samsonite ferðatöskum því þeir eru áberandi á listanum yfir þeir sem selja best í netversluninni. Þeir sem vilja ódýrari eða dýrari töskur finna líka eitthvað fyrir sig. Sjá hér.

Léttar töskur


Þeir sem ferðast létt kjósa oft að halda frekar á farangrinum í stað þess að draga á eftir sér nokkurra kílóa þunga tösku. Plambag taskan er sú mest selda í þeim flokki farangurs og kostar hún rétt um 3 þúsund krónur (auk flutnings og opinberra gjalda). Fleiri mjúkar töskur hér.

Bakpokar


Í borgarferð getur verið ágætt að hafa bakpoka undir ýmislegt smálegt og auðvitað líka varning úr búðunum. Það er alla vega hugsunin á bakvið hin fislétta Zomake poka sem selst svona vel hjá Amazon þessa dagana.

Ferðavog


Það getur orðið dýrkeypt af handfarangurinn eða ferðataska fer yfir hámarksþyngd og það er því kannski ekki að undra að þessi Etikcity vog sé ein vinsælasta vara í ferðadeild Amazon. Hún kostar um 1000 krónur að viðbættum hefðbundnum aukakostnaði.

Veski


Alls kyns veski utan um vegabréf, gjaldeyri, ferðagögn og greiðslukort eru á boðstólum hjá Amazon og mest selst af þessari tegund sem rúmar öll gögnin. En þá er auðvitað vissara að passa vel upp á veskið.

Skipulagið


Þeir sem kjósa að halda farangrinum vel sorteruðum geta keypt alls kyns minni töskur undir hlaupaföt, snúrur og raftæki og snyrtivörur. Þessi þrenna frá eBags selst best í þeirri deild.

Lásar


Það er því miður eitthvað um þjófnað úr innrituðum farangri og lásar sem viðurkenndir eru af bandarískum samgönguyfirvöldum eru því vinsælir.

Hér má svo skoða allt úrvalið í ferðavörudeild Amazon