Mest seldu ferða­vör­urnar hjá Amazon

Það eru ekki aðeins ferðatöskur af öllum gerðum sem ferðalangar panta sér í þessari stærstu netverslun heims.

Mynd: Mike Wilson/Unsplash

Úrvalið af alls kyns ferða­töskum og ferða­vörum er mikið í netverslun Amazon en hér eru þær vörur sem seljast best í hverji deild fyrir sig. Og þó verð­mið­arnir séu oft mun lægri en við eigum að venjast þá verður að hafa í huga að það kostar sitt að senda vörurnar og eins af borga af þeim opinber gjöld.

Hand­far­angur


Farang­urs­heimild fylgir sjaldan ódýr­ustu flug­mið­unum og því ferðast sífellt fleiri aðeins með hand­far­angur. Það sést til að mynda vel á hversu vel hlaðin farang­urs­boxin í farþega­rýminu eru í flug­vél­unum sem fljúta til og frá landinu. Sú hand­far­ang­urstaska sem selst best hjá Amazon er frá Rockland og kostar um 3.500 krónur (auk flutn­ings og opin­berra gjalda) en úrvalið er tölu­vert af alls kyns öðrum töskum.

Hefð­bundnar ferða­töskur


Það er greini­legt að viðskipta­vinir Amazon eru hrifnir af Samsonite ferða­töskum því þeir eru áber­andi á list­anum yfir þeir sem selja best í netversl­un­inni. Þeir sem vilja ódýrari eða dýrari töskur finna líka eitt­hvað fyrir sig. Sjá hér.

Léttar töskur


Þeir sem ferðast létt kjósa oft að halda frekar á farangr­inum í stað þess að draga á eftir sér nokk­urra kílóa þunga tösku. Plambag taskan er sú mest selda í þeim flokki farangurs og kostar hún rétt um 3 þúsund krónur (auk flutn­ings og opin­berra gjalda). Fleiri mjúkar töskur hér.

Bakpokar


Í borg­ar­ferð getur verið ágætt að hafa bakpoka undir ýmis­legt smálegt og auðvitað líka varning úr búðunum. Það er alla vega hugs­unin á bakvið hin fislétta Zomake poka sem selst svona vel hjá Amazon þessa dagana.

Ferðavog


Það getur orðið dýrkeypt af hand­far­ang­urinn eða ferðataska fer yfir hámarks­þyngd og það er því kannski ekki að undra að þessi Etikcity vog sé ein vinsæl­asta vara í ferða­deild Amazon. Hún kostar um 1000 krónur að viðbættum hefð­bundnum auka­kostnaði.

Veski


Alls kyns veski utan um vega­bréf, gjald­eyri, ferða­gögn og greiðslu­kort eru á boðstólum hjá Amazon og mest selst af þessari tegund sem rúmar öll gögnin. En þá er auðvitað vissara að passa vel upp á veskið.

Skipu­lagið


Þeir sem kjósa að halda farangr­inum vel sort­er­uðum geta keypt alls kyns minni töskur undir hlaupaföt, snúrur og raftæki og snyrti­vörur. Þessi þrenna frá eBags selst best í þeirri deild.

Lásar


Það er því miður eitt­hvað um þjófnað úr innrit­uðum farangri og lásar sem viður­kenndir eru af banda­rískum samgöngu­yf­ir­völdum eru því vinsælir.

Hér má svo skoða allt úrvalið í ferða­vöru­deild Amazon