Samfélagsmiðlar

Segir nýtt bílastæðagjald við Leifsstöð vera dæmi um ofsagræðgi

Gray Line gæti þurft að borga um 440 þúsund krónur á dag til Isavia fyrir að leggja í rútustæði við Keflavíkurflugvöll. Framkvæmdastjóri flugvallarins segir gjaldtöku hafa verið á borðinu um langt skeið.

airportexpress

Það mun kosta 19.900 krónur að sækja farþega á rútu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá og með 1. mars.

Bílstjórar hópferðabifreiða og strætisvagna sem fara að Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að sækja farþega þurfa í dag ekki að greiða fyrir afnot að sérstöku rútustæði sem þar er. Á því verður hins vegar veruleg breyting þann 1. mars næstkomandi þegar gjaldskylda verður tekin upp á stæðinu. Þar með þurfa þeir sem eru á minni rútum að greiða 7.900 krónur fyrir aðgang að stæðinu en gjaldið fyrir hefðbundnar rútur verður 19.900 krónur. Það er innheimt í hvert skipti sem strætisvagni eða hópferðabifreið er ekið inn á bílastæðið. Í tilkynningu frá Isavia kemur fram að rútustæðin séu með þeim síðustu við Keflavíkurflugvöll þar sem sett er upp gjaldskylda. Þannig greiði leigubílar, einkabílar, bílaleigur og flugrútur sérstaklega fyrir að leggja á flugvallarsvæðinu.

Með gjaldskyldunni er ætlun forsvarsmanna Isavia að „styrkja óflugtengda tekjustofna” til að standa straum af mikilli uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Keflavíkurflugvelli án þess að flugtengd notendagjöld verði ósamkeppnishæf við erlenda flugvelli samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá Isavia. Aðspurður segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia, að ekki liggi fyrir hverjar tekjurnar af rútustæðinu verða. „Við höfum ekki haft neina aðgangsstýringu né neinar tölur til að byggja á. Notkun stæðisins hefur þar að auki verið mjög ójöfn eftir árstíma og sömuleiðis mikið um bíla sem ekki eru hópferðabílar sem eru að misnota aðstöðuna vegna þess að það er engin aðgangsstýring.” Hlynur bendir jafnframt á að gjaldtaka á þessum ytri rútustæðum hafi staðið til frá því að aðgreining hafi verið gerð fyrir nokkrum árum á almennum rútustæðum og séraðstöðu fyrir flugrútur.

Fyrr á þessu ári var aðstaðan fyrir flugrútur við Leifsstöð boðin út og buðu forvarsmenn Kynnisferða og Hópbíla hæst. Fyrrnefnda fyrirtækið mun greiða 41,2% af veltu sinni til Isavia og þriðjungur af tekjum Hópbíla renna til flugvallarins  frá og með 1. Mars. Búast má við að tekjur Isavia tífaldist við þessar breytingar og verði nærri 700 milljónir á ársgrundvelli samkvæmt útreikningum Túrista. Við upphæðina bætast um 11 milljónir fyrir leigu á rútustæðum og einnig verða fyrirtækin tvö að greiða aukalega fyrir afnot af sölubásum inn í komusal flugstöðvarinnar.

Forsvarsmenn Gray Line, sem rekið hafa flugrútuna Airport Express, síðustu ár áttu þriðja hæsta tilboðið í útboðinu og munu þar af leiðandi missa aðstöðuna fyrir framan Leifsstöð eftir þrjá mánuði. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, hefur hins vegar sagt að fyrirtækið muni halda sínu striki og áfram bjóða upp á reglulegar ferðir til og frá flugvellinu og þá frá rútustæðinu sem nú á að gera gjaldskylt. Í svari til Túrista segist Þórir hafa gert ráð fyrir því að Isavia myndi byrja að rukka fyrir afnot að stæðinu en bjóst við að gjaldið yrði sambærilegt við það sem greitt er fyrir bílastæði flugrútunnar og bílaleigubíla. Hann hafi því aldrei átt von á álíka háu gjaldi og kynnt var í gær. „Þetta er auðvitað fáránleg framkoma að ætla að rukka svona mikið fyrir bílastæði við flugstöðina og sennilega einsdæmi í heiminum í verðlagningu. Þessu verður náttúrulega harðlega mótmælt að ríkisfyrirtækið Isavia reyni að komast upp með svona galna gjaldtöku sem er auðvitað græðgi og ekkert annað. Það er engin atvinnugrein eða notandi við flugstöðina sem þarf að greiða viðlíka upphæð. Ríkið sem er eigandi flugstöðvarinnar hlýtur að grípa þarna inní og leiðrétta þennan gjörning sem aðeins getur flokkast undir ofsagræðgi.“

Áætlun Gray Line á næsta ári gerir ráð fyrir 22 ferðum að lágmarki á dag og samkvæmt gjaldskránni yrðum fyrirtækið að greiða daglega 440 þúsund krónur í bílastæðagjöld að sögn Þóris. Bendir hann jafnframt á að ferðaskrifstofa sem sækir erlenda ferðamenn út á Keflavíkurflugvöll, einu sinni á dag, verði hér eftir að greiða um 600 þúsund á mánuði í bílastæðagjöld við Keflavíkurflugvöll. „Það er þriðjungi meira en borga þarf fyrir stæðin fyrir áætlunarferðirnar við komusalinn þar sem farnar eru tugir ferða yfir daginn án viðbótarkostnaðar.” Þórir segir að ekki sé hægt að skilja tilkynningu Isavia á annan veg en að viðskiptavinir hópferðabíla eigi að greiða fyrir uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. „Samkeppnishæfni flugvallarins getur ekki bara snúist um kostnað við flugtengd farþegagjöld, eins og Isavia heldur fram í tilkynningu, heldur einnig um annan kostnað flugfarþega við að koma sér til og frá flugvelli. Til samanburðar má nefna það að 50 farþega hópferðabifreið sem sækir farþega við London Heathrow þarf að greiða ca 28-29 pund (um 4.000 kr.) og á London Gatwick er það 17 pund (2400 kr.) enda flugvellirnir í mikilli samkeppni.“

Sem fyrr segir hafa strætisvagnar Strætó einnig nýtt rútustæðið í tengslum við áætlunarferðir að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Aðspurður um hvort hann telji raunhæft að Strætó geti haldið úti reglulegum ferðum miðað við nýja gjaldið þá segir Hlynur hjá Isavia að það sé nokkuð ljóst að Strætó geti það ekki. „Það mun verða skoðað hvert þeirra stoppistöð færist.”

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …