Þær borgir sem komu oftast fyrir á Instagram í ár

Það eru margir sem nýta sér samfélagsmiðilinn Instagram til að deila ferðalaginu með fólkinu heima.

newyork timessquare Ferdinand Stöhr
Mynd: Ferdinand Stöhr/Unsplash

Dagur í lífi túristans er oftar en ekki viðburðaríkari en hversdagsleikinn heima fyrir og því fylgja ferðalögum oft tíðar myndatökur. Í dag er þessum svipmyndum úr fríinu svo deilt jafn óðum með fólkinu heima í gegnum myndaforrit eins og Instagram. Og sú borg sem flestir smella af í er New York eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan. Í öðru sæti er Moskva en gera má ráð fyrir að fjöldi íslenskra ferðamanna þar í borg aukist verulega í júní næstkomandi enda mætir íslenska karlalandsliðið Argentínumönnum þar daginn fyrir þjóðhátíðardaginn. London er svo í þriðja sætinu en þangað hafa Íslendingar lengi vanið komur sínar og geta í vetur valið úr 81 áætlunarflugi í viku hverri til borgarinnar.

Vinsælustu borgirnar hjá notendum Instagram árið 2017:

  1. New York í Bandaríkjunum
  2. Moskva í Rússlandi
  3. London í Bretlandi
  4. Sao Paulo í Brasilíu
  5. París í Frakklandi
  6. Los Angeles í Bandaríkjunum
  7. Sankti Pétursborg í Rússlandi
  8. Jakarta í Índónesíu
  9. Istanbul í Tyrklandi
  10. Barcelona á Spáni
    Heimild: Instagram