Þessi þrjú koma til greina sem næsti ferðamálastjóri

Gert var ráð fyrir að nýr ferðamálastjóri yrði skipaður fyrir síðustu helgi en ráðherra liggur ennþá undir feldi.

Beðið er eftir því að ráðherra ferðamála skipi nýjan ferðamálastjóra. Myndir: Stjórnarráðið og Iceland.is

Fyrsti vinnudagur nýs ferðamálastjóra er eftir þrjár vikur en ennþá liggur ekki hver verður skipaður í embættið. Staðan var auglýst í lok október og bárust 23 umsóknir en hæfnisnefndin mat þrjá umsækjendur best til þess fallna að gegna embætti ferðamálastjóra. Í síðustu viku átti ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, fundi með þeim þremur sem koma til greina í starfið og í kjölfarið var búist við að skipað yrði í embættið líkt og Túristi greindi frá.

Þau þrjú sem hæfnisnefndin mat hæfust eru, samkvæmt heimildum Túrista, Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Skarphéðinn Berg Steinarsson sem hefur m.a. verið framkvæmdastjóri Íshesta, Ferðaskrifstofu Íslands og Iceland Express.

Fari svo að Þórdís Kolbrún skipi Halldór, samflokksmann sinn, má búast við að hann hverfi úr borgarstjórn með skömmum fyrirvara því eins og áður segir hefst skipunartími nýs ferðamálastjóra um áramótin.

Tengdar greinar: Fyrrum yfirmaður Stjórnstöðvar ferðamála metur hæfni nýs ferðamálastjóraMun ekki sækjum um stöðuna á ný