Allt að 50% afsláttur af hótelgistingu

Hotels.com auglýsir háan afslátt og jafnvel þó svo góð kjör séu ekki algild á tilboðssíðunni þeirra þá getur verið þessi virði að kíkja á úrvalið.

amsterdam Jace Grandinetti
Amsterdam er ein þeirra borga sem nú má finna ódýrari gistingu í. Myndir: Unsplash

Á þessum árstíma halda fleiri sig heima og því reyna ferðfrömuðir að ýta undir ferðagleðina með alls kyns tilboðum. Og í þeim anda býður bókunarsíðan Hotels.com nú allt að helmings afslátt af gistingu víða um heim. Þar á meðal í nokkrum af þeim borgum sem Íslendingar venja komur sínar til, t.d. París, Amsterdam. Dublin, Kaupmannahöfn og Stokkhólmur.

Smáa letrið hjá Hotels.com segir að bókaa þurfi fyrir 1. febrúar og tilboðin gildi á gistingu út næsta sama mánuð. Smelltu hér til að skoða tilboðin hjá Hotels.com

Ef ekkert þessara tilboða hittir í hittir í mark þá má nota leitarvélina hér fyrir neðan til að bera saman kjör á hótelum út um víða veröld lengra fram í tímann.