Verkfalli flugvirkja frestað

Flestar ferðir Icelandair verða á áætlun í dag eftir að samkomulag náðist í deilu milli flugvirkja og Icelandair.

icelandair 767 757
Mynd: Icelandair

Næturfundur samninganefndar Félags flugvirkja og forsvarsmanna Icelandair skilaði árangri og var verkfalli flugvirkja frestað í fjórar vikur. Nú er unnið að því að koma áætlun Icelandair í rétt horf en samkvæmt heimasíðu flugfélagsins er viðbúið að einhverjar raskanir verða áfram í dag.

Samningarnir sem undirritaðir voru í nótt verða nú bornir undir félagsmenn í Flugvirkjafélaginu til samþykktar eða synjunar en hann gildir í 2 ár. Ef samningurinn verður felldur þá gæti verkfall hafist að nýju í lok janúar.