Vonast til að taka nýjan Berlínarflugvöll í gagnið eftir þrjú ár

Ef núverandi áætlun gengur upp þá fer fyrsti farþeginn um Brandenburg flugvöll í október 2020 eða 9 árum seinna en upphaflega var gert ráð fyrir.

Myndir: BER airport

Framkvæmdin við hina nýju flughöfn í austurhluta Berlínar er stundum sögð einn stærsti skandallinn í sögu þýskrar mannvirkjagerðar enda stendur byggingin ennþá tóm þó nú séu rúm sex ár liðin frá því til stóð að vígja hana haustið 2011. Síðan þá hafa reglulega borist fréttir af því að senn styttist í að flugstöðin verði tekin í gagnið en aldrei verður neitt úr því. Forsvarsmenn verkefnisins hafa nú gefið út áætlun sem miðast við að fyrstu farþegarnir geti innritað sig í flug frá Brandenburg flugvelli í október 2020 eða þá verða liðinni akkúrat níu ár frá því að halda átti opnunarpartíið sem skyndilega var hætt við á sínum tíma.

Ástæðan fyrir því að verkið hefur dregist svona á langan skrifast meðal annars á illa uppbyggt brunavarnarkefi í húsinu en einnig munu fleiri vankanntar vera á byggingunni og hefur málið þótt hið vandræðalegasta. Ekki aðeins fyrir Berlín heldur líka þýskt verkvit sem löngum hefur verið rómað og verið ein helst útflutningsvara Þjóðverja. Þessari miklu töf á framkvæmdum við flughöfnina hefur líka verið nefnd sem ein ástæða þess að Airberlin flugfélagið fór á hausinn en félagið hafði áformað að nýta flugstöðina sem sína helstu starfsstöð og tengja þar saman innanlands- og millilandaflug. Stærð núverandi flugvellir borgarinnar, Tegel og Schönefeld, takmarkar hins vegar þess háttar starfsemi.

Í dag fljúga bæði Icelandair og WOW air frá Keflavíkurflugvelli til Berlínar, Icelandair til Tegel en WOW til Schönefeld. Á sumrin bætist svo við flug Eurowings frá Tegel til Íslands.