20 stærstu flugvellir Evrópu

Farþegum fjölgaði á öllum stærstu flugvöllum álfunnar á síðasta ári að Fiumicino í Róm undanskildum.

terminal2 heathrow
Frá Terminal 2 í Heathrow en þar er Icelandair með aðstöðu. Mynd: Heathrow Airport

Sem fyrr er Heathrow flugvöllur við London sú evrópska flughöfn sem flestir fara um og í fyrra náði farþegafjöldinn nærri 78 milljónum. Það er viðbót um 3 af hundraði sem er nokkuð merkilegt í ljósi þess að öll lendingarpláss á flugbrautunum við Heathrow eru löngu uppseld. Fjölgun farþega í bresku flugstöðinni skrifast því að mestu leyti á þá staðreynd að flugfélögin nota oftar stærri flugvélar í flugi til Heathrow og eins hafa þoturnar verið þéttskipaðri en áður .

Charles de Gaulle í París og Schiphol í Amsterdam koma í næstu sætum líkt og undanfarin ár. Mestur var vöxturinn á Sheremetyevo í Moskvu og flugvellinum í Lissabon en aðeins á Fiumicino í Róm fækkaði farþegum. Farþegar á 15 af 20 stærstu flugvöllum Evrópu geta flogið beint til Íslands, annað hvort allt árið um kring eða bara yfir sumarmánuðina. Á listanum eru aðeins tveir norrænir flugvellir en líkt og Túristi greindi frá þá hefur Keflavíkurflugvöllur styrkt stöðu sína í fimmta sæti listans yfir stærstu flugvelli Norðurlanda.