Samfélagsmiðlar

Ef þú ætlar að leigja bíl þá skaltu renna yfir þessa punkta

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga áður en bílaleigubíllinn er bókaður.

Leiga á bílaleigubíl getur vegið þungt í ferðakostnaðinum og því vissara að vanda valið vel. Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga.

Í flugstöðvarbyggingu eða utan

Í komusölum flugstöðva eru oft skrifstofur nokkurra bílaleiga á meðan aðrar hafa aðsetur annars staðar á flugvallarsvæðinu, jafnvel töluverðan spotta frá flugstöðinni sjálfri. Vegna aðstöðu munarins getur leigan á þeim síðarnefndu verið aðeins ódýrari en þá þarf leigutakinn jafnvel að nýta sér skutlþjónustu á annað svæði til að ná í bílaleigubílinn og til að skila. Í leitarvélum eins og Rentalcars er hægt að sía leitina eftir því hvort bílaleigurnar afhendi lyklana í flugstöð eða annars staðar.

Afbókanir

Bestu kjörin hjá bílaleigunum eru oftast í boði fyrir þá sem staðgreiða bílinn og eiga ekki möguleika á að afbóka síðar meir. Það getur þó verið kostur að geta breytt pöntun eða hætt við, t.d. ef verðið lækkar eða ferðaplönin breytast. Á sumum bókunarsíðum þarf ekki að borga aukalega fyrir afbókun og því gæti borgað sig að nota þess háttar síður. Ef þú gerir það þá er ágætis regla að fylgjast með verðinu stuttu áður en afbókunarfresturinn rennur út til að sjá hvort kjörin hafi breyst.

Eldsneyti

Það hefur lengi tíðkast að skila verði bílaleigubílum fullum af bensíni. Núna bjóða leigurnar líka fólki að skila bílum tómum eða hálftómum gegn því að greiða fyrir fullan tank. Sá sem velur seinni kostinn mun á endanum borga nokkru meira en sá sem velur gömlu leiðina og skilar bílnum fullum. Ástæðan er sú að þú munt ólíklega skila ökutækinu galtómu og eins miða bílaleigurnar við hæsta bensínverð á markaðnum þegar þær reikna út verð á fullum bensíntanki en ekki bara það sem vantar upp á til að bíllinn sé fullur.

Einn ökumaður eða fleiri

Ef tveir eða jafnvel fleiri ætla að skiptast á að keyra bílinn þá þarf að borga aukalega fyrir það. Gjaldið getur verið hátt í 2 þúsund krónur á dag og þetta getur því hækkað reikninginn verulega. Reglulega má þó finna tilboð þar sem greiðsla fyrir aukabílstjóra er felld niður. Til að bera saman alls kyns tilboð á bílaleigubílum má nota leitarvélar eins og Rentalcars.com.

GPS

Bílaleigur reyna að koma út GPS tækjum til leigutaka og rukka töluvert fyrir afnot af þessum leiðsögutækjum. Það má því spara sér tölurvert með því að sækja korta-app í símann sem hægt er að nota án farsímasambands. Og innan landa Evrópusambandsins og EES greiða íslenskir farsímanotendur ekki aukalega fyrir notkunina og því hægt að styðjast við Google maps allan tímann.

Bílstólar fyrir börn

Taktu sætið með þér til útlanda í stað þess að leigja. Annað hvort innritar þú barnasætið í flugið frítt eða borgar aukalega undir það en gjaldið er mismunandi eftir flugfélögum. Gjaldið verður þó mjög líklega nokkru lægra en bílaleigan rukkar fyrir afnot af bílstól fyrir krakkana.

Tryggingar

Þegar þú leigir bíl þá er sjálfsábyrgðin há en bílaleigurnar bjóða leigutökum að fella hana niður gegn þóknun sem er í langflestum tilfellum dýr. Handhafar sumra kreditkorta eru með þessa tryggingu innifalda en flestir eru ekki með hana. Það gæti því borgað sig að bóka trygginguna í gegnum bílaleigubókunarsíðu því þar er gjaldið fyrir niðurfellingu sjálfsábyrgðar lægra. En hafðu í huga að starfsmaður bílaleigunnar veit ekki hvort þú hafir keypt þér tryggingu með leigunni á bókunarsíðunni. Hann mun því næsta víst reyna að koma inn á þig tryggingu bílaleigunnar sjálfrar enda græða fyrirtækin umtalsvert á því að selja viðskiptavinunum alls kyns aukalega þegar bíll er sóttur. Það skiptir því máli að standa í lappirnar við afgreiðsluborðið en hafðu í huga að ef þú hefur bókað trygginguna annars staðar þá þarftu að leggja út fyrir sjálfsábyrgðinni ef tjón verður. Í framhaldinu getur þú svo gert kröfu um endurgreiðslu hjá þeim aðila sem þú keyptir tryggingu hjá.

Gera verðsamanburð

Endurteknar verðkannanir Túrista hafa sýnt að þau kjör sem finna má á stórum leitarsíðum eru oft mun betri en ef bókað er beint hjá bílaleigunum sjálfum. Það er þó gott ráð að skoða fyrst úrvalið á síðum eins og Rentalcars.com og bera svo þær niðurstöður saman við það sem fæst á heimsíðu bílaleigurnar sem kom best út úr samanburðinum. Og munið að taka allt með í reikniginn, t.d. tryggingarnar og réttinn til að afbóka eða breyta pöntun.

Skoða bílinn vel

Farðu vel yfir bílinn áður en þú keyrir af stað og láttu starfsmenn vita ef þú sérð dældir eða skemmdir og fáðu skriflega staðfestingu frá þeim að skemmdin hafi verið þarna áður en þú tókst við bílnum. Einnig er góð regla að taka myndir af skemmdum sem þú getur þá notað sem sönnun síðar meir.

Yfir landamæri

Það er ekki sjálfgefið að bílaleigur heimili leigutökum að keyra bílinn milli landa. Það er því vissara að kanna hvort það eru einhverjar takmarkanir á þess háttar.

Hér að ofan er reglulega mælt með Rentalcars.com en ástæðan er sú að fyrirtækið er mjög umsvifamikið í bílaleigumiðlun og þar má því oft fá mun betri kjör en víða annars staðar. Rentalcars knýr líka bílaleiguleitina á Túrista og hefur gert um langt árabil. Athugið að bókanir á vef Rentalcars eru ekki á vegum Túrista.

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …