Elstu flugvellir í heimi

Flugið á sér langa sögu og hér eru þeir fimm flugvellir sem hafa tekið lengstan þátt í ferlinu.

Mynd: Brent Cox/Unsplash

Keflavíkurflugvöllur var opnaður 23. mars 1943 og var í fyrstu aðeins nýttur fyrir herflug en þegar seinna stríðinu lauk lék flugvöllurinn mikilvægt hlutverk í uppbyggingu almannaflugs milli Evrópu og Ameríku eins og lesa má sér til um á heimasíðu flugvallarins. Þessi helsti millilandaflugvöllur Íslands verður því 75 ára innan skamms en þrátt fyrir það kemst hann ekki á lista yfir þá fimm flugvelli sem lengst hafa verið nýttir fyrir fólksflutninga. Sá yngsti á listanum er nefnilega orðinn 105 ára samkvæmt samantekt Svenska dagbladet.

Þó þessir fimm flugvellir séu ennþá í fullri notkun þá er umferðin um þá mjög mismunandi. Þannig fóru um 16 milljónir um flughöfnina í Hamborg í fyrra á meðan aðeins 452 farþegar flugu frá Shoreham flugvelli.

Þess má geta að Icelandair flýgur lungan úr árinu til Hamborgar og Germania flýgur héðan til Bremen yfir sumarmánuðina.

Elstu flughafnir heims:

  1. Collage Park flugvöllur í Bandaríkjunum, frá 1909.
  2. Hamborgarflugvöllur í Þýskalandi, frá 1911.
  3. Shoreham flugvöllur í Englandi, frá 1911
  4. Aurel Vlaicu í Rúmeníu, frá 1912
  5. Bremenflugvöllur í Þýskalandi, frá 1913.