Erlendu flugfélögin ná sífellt stærri sneið

Vægi Icelandair minnkaði þónokkuð í desember og WOW air stóð í stað. Hins vegar jukust umsvif erlendu flugfélaganna.

Mynd: Isavia

Í desember í hittifyrra stóðu Icelandair og WOW air undir um 8 af hverjum 10 brottförum frá Keflavíkurflugvelli en í síðasta mánuði var vægi flugfélaganna tveggja nokkru minna eða rétt um 70 prósent samanlagt. Ástæðan fyrir þessum samdrætti skrifast á minnkandi vægi Icelandair á milli desembermánaða en verkfall flugvirkja um miðjan síðasta mánuð varð til þess að félagið varð að aflýsa fjölda ferða.