Samfélagsmiðlar

Skekkjan í ferðamannaspá Boston Consulting Group hefur aukist með hverju árinu

Í fyrra komu til Íslands ríflega tvöfalt fleiri ferðamenn en sérfræðingar Boston Consulting Group gerðu ráð fyrir í spá sinni. Það hafa þó fleiri brennt sig á því að spá fyrir um hina miklu aukningu sem orðið hefur í fjölda ferðafólks hér á landi.

Curren Podlesny

Forsvarsmenn helstu ferðaþjónustufyrirtækja landsins og ráðamenn þjóðarinnar voru samankomnir í Hörpu haustið 2013 til að hlýða á sérfræðinga ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group kynna tillögur sína um framtíðarskipulag íslenskrar ferðaþjónustu. Mæltu þeir með fjárfestingu í hinum margumræddu innviðum og umdeildari var tillaga þeirra að taka upp hinn svokallaða náttúrupassa. Stuttu síðar lagði þáverandi ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, fram umdeilt frumvarp um passann sem hún dró svo tilbaka nokkru síðar.

Á kynningunni í Hörpu birtu sérfræðingar Boston Consulting Group (BCG) einnig spá um sína yfir þann fjölda ferðafólks sem gæti verið væntanlegt til Íslands næsta áratugin. Var spáin tvískipt, annars vegar í þann fjölda sem kæmi ef ráðleggingum BCG væri fylgt en hins vegar hvað myndi gerast ef skipulag ferðamála yrði óbreytt. Var síðarnefnda spáin nokkru svartsýnni en sú fyrri eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan. Þar sést líka vel hversu hratt spá ráðgjafanna fór út af sporinu og hversu langt þeir voru frá rauntölunni á nýliðnu ári. Þá voru þeir um 2,2 milljónir en spá BCG gerði ráð fyrir að þá myndi fjöldi ferðafóolks í fyrsta sinn fara yfir eina milljón. Skekkjan var 105% og hún verður ennþá hærri í ár ef farþegaspá Isavia gengur eftir. Reyndar fór spá ráðgjafanna út af sporinu strax fyrsta árið jafnvel þó skýrslan hafi verið kynnt þá um haustið.

Það hefur þó ekki aðeins reynst hinu breska teymi frá Boston Consulting Group ómögulegt að spá fyrir um fjölda ferðamanna á Íslandi. Greiningardeildir íslensku bankanna hafa til að mynda ekki komist nærri rauntölunum jafnvel þó þær spár hafi verið fyrir mun styttra tímabil. Einnig verður að hafa í huga að í fyrra voru í fyrsta gerðar kannanir á hugsanlegu ofmati í ferðamannatalningunni á Keflavíkurflugvelli og gæti oftmatið á síðasta árið numið 250 þúsund ferðamönnum. Það þyðir að tíundi hver einstaklingur sem talin er sem ferðamaður er í raun útlendingur búsettur á Íslandi eða sjálftengifarþegi sem stoppar hér aðeins í örfáa klukkutíma eða yfir dagspart.

Nýtt efni

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …