Borgarferðir til Glasgow frá 40.700 krónum

Icelandair flýgur reglulega til skosku borgarinnar og býður um leið upp á pakkaðferðir.

glasgow icelandair a
Mynd: Icelandair
Kynning

Það kann að koma á óvart, en orðspor Glasgow þegar kemur að verslunarleiðöngrum er stórgott. Þó eru þar líka hefðbundnar túristabúðir sem selja alls kyns minjagripi (flest af því er köflótt og með sekkjapípum). Betri minjagripir væru til dæmis viskí, ullarvörur og skoskt kex eða short bread. Vintage-verslanir eru vinsælar í Glasgow og þú finnur margar þeirra í og kringum Byres Road í West End. Milli þeirra eru skemmtileg lítil kaffihús, sælkeraverslanir og hönnunarbúðir. Það er nauðsynlegt að ganga niður göturnar Ruthven og Dowanside Lanes. Helsta verslunargata Glasgow er Buchanan Street og Princes Square-verslunarmiðstöðin er glæsilegur staður (frá árinu 1841) en þar er svo sannarlega hægt að halda kreditkortinu í æfingu. Ingram Street er önnur skemmtileg og góð verslunargata.

Borgarferðir til Glasgow fram til 31. október 2019 með Icelandair:

Verð á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. 40.700.-
Verð á mann í einbýli í 2 nætur frá kr. 53.100.-

Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, flugvallarskattar og ein taska hámark 23kg ásamt 10kg handfarangurstösku.

Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakkaverð er miðað við lægsta flugverð í boði hverju sinni.

Kíktu á heimasíðu Icelandair til að fá frekari upplýsingar