Borg­ar­ferðir til Glasgow frá 40.700 krónum

Icelandair flýgur reglulega til skosku borgarinnar og býður um leið upp á pakkaðferðir.

glasgow icelandair a
Mynd: Icelandair
Kynning

Það kann að koma á óvart, en orðspor Glasgow þegar kemur að versl­un­ar­leiðöngrum er stór­gott. Þó eru þar líka hefð­bundnar túrista­búðir sem selja alls kyns minja­gripi (flest af því er köflótt og með sekkja­pípum). Betri minja­gripir væru til dæmis viskí, ullar­vörur og skoskt kex eða short bread. Vintage-versl­anir eru vinsælar í Glasgow og þú finnur margar þeirra í og kringum Byres Road í West End. Milli þeirra eru skemmtileg lítil kaffihús, sælkera­versl­anir og hönn­un­ar­búðir. Það er nauð­syn­legt að ganga niður göturnar Ruthven og Dowanside Lanes. Helsta versl­un­ar­gata Glasgow er Buchanan Street og Princes Square-versl­un­ar­mið­stöðin er glæsi­legur staður (frá árinu 1841) en þar er svo sann­ar­lega hægt að halda kred­it­kortinu í æfingu. Ingram Street er önnur skemmtileg og góð versl­un­ar­gata.

Borg­ar­ferðir til Glasgow fram til 31. október 2019 með Icelandair:

Verð á mann í tvíbýli í 2 nætur frá kr. 40.700.-
Verð á mann í einbýli í 2 nætur frá kr. 53.100.-

Innifalið: Flug, gisting, morg­un­verður, flug­vall­ar­skattar og ein taska hámark 23kg ásamt 10kg hand­far­ang­ur­stösku.

Athugið að sætaframboð er takmarkað og uppgefið pakka­verð er miðað við lægsta flug­verð í boði hverju sinni.

Kíktu á heima­síðu Icelandair til að fá frekari upplýs­ingar