Samfélagsmiðlar

Hækka farmiðann frá Leifsstöð um allt að 84 prósent

Af þeim breytingum sem boðaðar eru á verðskrá Airport Direct þá er ekki annað að sjá en að stjórnendur fyrirtækisins telji verðlagið á rútuferðunum til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa verið of lágt hingað til. Það er engu að síður mun hærra en þekkist hjá frændþjóðunum.

Til vinstri er núverandi verðskrá Airport Direct en til hægri en verðskráin sem gildir frá 1. mars.

Rútufyrirtækið Airport Direct hefur um nokkurt skeið boðið upp á ferðir frá Keflavíkurflugvelli og að hóteli í litlum hópferðabílum og kallast skutlþjónustan „Premium“. Fargjaldið er í dag 2.990 krónur en hækkar upp í 5.490 krónur þann 1. mars samkvæmt verðskrá á heimasíðu Airport Direct en þann sama dag fær fyrirtækið aðgang að rútustæðunum beint fyrir utan komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Ástæðan fyrir því er sú að Hópbílar, sem keyptu helmingshlut í Airport Direct í síðasta mánuði, áttu annað af tveimur hæstu tilboðunum í útboði Isavia á aðstöðu fyrir sætaferðir frá flugstöðinni. Airport Direct mun í framhaldinu hefja áætlunarakstur milli höfuðborgarinnar og flugvallarsvæðisins með stórum rútum og á farmiðinn að kosta 2.990 krónur aðra leið.

Það er nokkru hærra fargjald en hefur verið rukkað á þessari leið hingað til líkt og Túristi hefur greint frá. Það vekur einnig athygli að verðið á þessum hefðbundnu sætaferðum, sem kallast „Economy“ á heimasíðu Airport Direct, er það sama og í dag þarf að borga fyrir „Premium“ ferð hjá Airport Direct eins og sjá má á skjámyndunum hér fyrir ofan. Ferðamenn sem kjósa að bæta við skutli upp á hótel þurfa svo að borga aukalega þúsund krónur fyrir það og heildarfargjaldið verður þá 3.990 kr. en ekki 2.990 kr. eins og þess háttar kostar í dag. Túristi hefur leitað svara á þessum verðhækkunum hjá stjórnendum Hópbíla og Airport Direct en ekki fengið nein svör. Ekki heldur við spurningunni um hvort fyrirtækið hyggist nota núverandi aðstöðu á Granda fyrir samgöngumiðstöð eða hvar rúturnar munu stoppa á leið sinni til og frá Keflavíkurflugvelli. Þessar upplýsingar eru ekki á heimasíðu Airport Direct í dag og athygli vekur að hún er aðeins á ensku og engin íslensk útgáfa sjáanleg.

Hópbílar eru í eigu Horns III, sem er sjóður á vegum Landsbréfa, og eru eigendur Horns III lífeyrissjóðir, fagfjárfestar og fjármálafyrirtæki samkvæmt því sem segir á heimasíðu verðbréfafyrirtækisins.

Sem fyrr segir áttu Hópbílar næsthæsta tilboðið í útboði Isavia á stæðunum við komusal Leifsstöðvar og mun fyrirtækið greiða að lágmarki 127 milljónir á ári fyrir aðstöðuna auk sérstakrar leigu á stæðum og miðasölubás. Kynnisferðir, sem áttu hæsta tilboðið, þurfa að greiða árlega nærri 158 milljónir til Isavia og eru þetta umtalsvert hærri álögur en hafa verið á sætaferðunum hingað til. Í kjölfar útboðsins sagði þáverandi forstjóri Kynnisferða, í viðtali við Túrista, að óumflýjanlegt væri að farmiðar Flugrútunnar myndu hækka. Það gekk eftir í haust þegar fargjald Flugrútunnar hækkaði um 200 krónur í 2.700 kr.

Stjórnendur Gray Line sem einnig bjóða upp á sætaferðir frá Keflavíkurflugvelli undir merkjum Airport Express hafa boðað áframhaldandi akstur þrátt fyrir að fyrirtækið missi aðstöðuna beint fyrir utan komusalinn. Í staðinn mun fyrirtækið sinna akstrinum frá rútustæði sem er í framhaldi af skammtímabílastæði fyrir einkabíla og kostar stakt fargjald hjá fyrirtækinu 2.400 kr. Þann 1. mars hefst gjaldtaka á rútustæðinu og mun þá kosta allt að 19.900 krónum að leggja hópferðabifreiðum þar. Þá gjaldtöku hefur Gray Line kært til Samkeppniseftirlitsins.

Líkt og Túristi greindi frá um daginn þá er verð á sætaferðum til og frá Keflavíkurflugvelli nokkru hærra en þekkist frá stærstu flugvöllunum í Ósló og Stokkhólmi en ferðatíminn er álíka langur.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …