Krefjast foreldrasamþykkis fyrir utanlandsferðum táninga

Það er ekki sjálfgefið að börnum yngri en 18 ára sé hleypt inn í hvaða land sem er ef þau eru ein á ferðinni. Sum Schengen lönd gera kröfu um skriflegt vottorð frá foreldrum.

vegabref 2
Þegar er ekki alltaf nóg að sýna vegabréf við komuna til annars lands. Mynd: Þjóðskrá

Það hefur færst í aukana að börnum og ungmennum sé snúið við frá landamærum vegna þess að þau eru ekki með skriflegt vottorð frá forráðamönnum sínum um að þau megi í raun vera ein á ferð. Nýverið fékk danskur íþróttahópur til að mynda ekki að stíga fæti út fyrir flugvöllinn í Dublin þar sem krakkarnir gátu ekki framvísað skriflegu samþykki frá foreldrum. Sambærileg atvik hafa komið upp í Belgíu, Serbíu, Grikklandi og Kanada samkvæmt frétt danska ferðaritsins Standby. Utanríkisráðuneyti Danmerkur bendir þegnum þar í landi að kynna sér þessar reglur áður en lagt er í hann.

Þau eru mismunandi skjölin sem foreldrar þurfa að fylla út svo allt sé á hreinu þegar barnið kemur að landamærum. Í Bretlandi er gerð krafa um skriflegt leyfi frá báðum foreldrum ásamt ljósriti af vegabréfum þeirra. Í Suður-Afríku er einnig gerð krafa um fæðingarvottorð og dánarvottorð ef annað eða báðir foreldranir eru fallnir frá.

Á vef sýslumanna er að finna form fyrir ferðaleyfi barna sem sem þarf að undirrita og láta stimpla þar.