Samfélagsmiðlar

Óttast að takmarkanir á Akureyrarflugvelli fæli útlendinga frá

Síðustu daga hafa þotur með breska ferðamenn tvívegis ekki náð að lenda fyrir norðan. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir viðræður við fleiri aðila um millilandaflug til Akureyrar standi og falli með því að aðflugsbúnaður sé fyrir hendi.

nordurljos markadsstofanordurlands

Sala á sérstökum norðurljósaferðum um Norðurland fór fram út væntingum forsvarsmanna bresku ferðaskrifstofunnar Super Break og seldust á þriðja þúsund sæti í fjórtán ferðir frá nokkrum breskum borgum nú í janúar og febrúar. Nú hafa verið farnar fjórar ferðir og í tveimur þeirra hefur Íslandsreisa Bretanna hafist á Keflavíkurflugvelli en ekki á Akureyri eins og lagt var upp með. Ástæðan er sú að flugmennirnir hafa ekki treyst sér í að lenda fyrir norðan vegna veðurs.

Skortur á aðflugsbúnaði mun vera megin ástæðan fyrir þessu og skora nú forsvarsmenn Markaðsstofu Norðurlands á stjórnvöld að tryggja strax fjármagn til þess að kaupa og setja upp þess háttar búnað fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli. „Jafnframt að gerð verði áætlun, og hún fjármögnuð, um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli til framtíðar svo hann geti þjónað hlutverki sínu sem varaflugvöllur og millilandaflugvöllur Norðurlands. Það felur m.a. í sér stækkun flugstöðvarinnar, stækkun flughlaðsins og að tryggja að flugvöllurinn sé sem best tækjum búinn,” segir í tilkynningu frá Markaðsstofunni.

Í svari við fyrirspurn Túrista segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar, að bent hafi verið á það í mörg ár koma þyrfti búnaðinum fyrir og það hafa verið skilningur hennar að búið væri að setja fjármagn í framkvæmdina og  verkið myndi klárast í ár. „Fjármagnið reyndist síðan ekki vera til staðar og Isavia gat ekki sett af stað vinnu við að koma búnaðinum fyrir.” Að mati Arnheiðar þá gæti þessi staða og sú staðreynd að nú hafi þotur tvívegis þurft að hætta við lendingu haft neikvæð áhrif á þær viðræður sem Markaðsstofa Norðurlands á nú í við erlendar ferðaskrifstofur og flugfélög.

Það er gert ráð fyrir að það kosti um 100 milljónir að setja notaðan aðflugsbúnað frá Keflavíkurflugvelli upp við Akureyrarflugvöll en 150 milljónir ef ný tæki verða keypt. 

Þess ber að geta að forsvarsmenn Super Break voru meðvitaðir um takmarkanirnar á Akureyrarflugvelli áður en norðurljósaferðirnar voru kynntar. Og í tilkynningu sem breska ferðaskrifstofan sendi frá sér í gær segir að flugáætlunin verði með óbreyttu sniði næstu vikur og eins ætli ferðaskrifstofan að halda sínu striki og fjölga ferðunum norður í ár og næsta vetur eins og áður hafði verið kynnt.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …