Rauðu dagar ársins

Hér eru frídagarnar 11 sem bætast við orlofsdagana í ár.

Mynd: Nordwood/Unsplash

Í fyrra og hittifyrra röðuðust 10 lögbundnir frídagar á virkan dag en árið 2018 er ögn hagstæðara fyrir hinn almenna launamann því nú verða rauðu dagarnir einum fleiri. Þeir sem ætla að teygja á orlofinu með að því að tengja það við rauðan dag hafa því nokkur færi á því og þá helst í kringum helgarnar í maí. Aftur er 17. júní hins vegar um helgi, núna á sunnudegi.

Rauðir dagar 2018

Nýársdagur, 1.janúar – mánudagur
Skírdagur, 29.mars – fimmtudagur
Föstudagurinn langi, 30.mars – föstudagur
Annar í páskum, 2.apríl – mánudagur
Sumardagurinn fyrsti, 19.apríl – fimmtudagur
Baráttudagur verkalýðsins, 1.maí – þriðjudagur
Uppstigningardagur, 10.maí – fimmtudagur
Annar í hvítasunnu, 21.maí – mánudagur
Frídagur verslunarmanna, 6.ágúst – mándagur
Jóladagur, 25.desember – þriðjudagur
Annar í jólum, 26.desember – miðvikudagur

Hér sérðu hvert verður flogið beint í vor, sumar og í haust og smelltu hér til að gera verðsamanburð á hótelum og bílaleigubílum